Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 3
Kirkjuritið. AF ÖLLU HJARTA. Þótt svo virðist í fljótu bragði sem alt líf mannsins sé upptekið af baráttunni fyrir lífinu, og viðleitni þeirra frá vöggunni til grafarinnar miði lang-mest að því, að sjá þörfum líkama síns borgið, eftir þeim kröfum, sem þeir gera til lífsins liver og einn — þótt sálfræðingar telji frumstæðustu bvatir mannsins næringarþörfina og hvöt- ina til viðhalds kynstofninum, þá er þó önnur þrá, sem býr í brjósti bvers manns og hefir skapað sér útrás með öllum þjóðum: Sú þrá, að leita andlegra verðmæta, og eiga vissu um það, að til sé eitt afl öllum meira, sem geti veitt þeirri þrá fullnægju og leita megi til með allar þarfir sínar. Trúarþörfin verður að teljast ein af djúp- lægustu þörfum mannsandans. Að vísu liafa menn reynt að komast af án þess að fullnægja henni, en þeir, sem hafa þózt geta það, hafa blekt sjálfa sig. Þeir hafa ein- göngu tilbeðið máttinn í öðru formi en liinu venjulega, en hvarvelná þar, sem menn reyna að komast af án guðstrúar, brýzt trúarþörf þeirra út á annan hátt: Þeir irúa á mátt sinn og' megin, skynsemina, samfélagið, eða eintiverja liugsjón. Þannig verður sú viðleitni eingöngu til að sanna sitt eigið fánýti. Annað er það, að jafnt þjóðum sem einstaklingum reynast slík trúarbragða-líki ófullnægjandi, þegar til lengdar lætur. Mannsandinn heimtar eitthvað fastara, ákveðnara, persónulegra en það, sem þau hafa að bjóða. Þau ná sjaldan til hjartans. Að vísu geta þau krafist fórnar eigin hagsmuna, og þar ná þau lengst. En þá bættir þeim við að geta ekki fullnægt þörfum skynsem- innar og rökvísinnar. En þess er huga mannsins ekki

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.