Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 20
218 Sveinn Víkingur: Kirkjuritiö. að ríkisvaldið siuðli að framgangi þessara mála svo sem unt er. Ríkð veilir nú árlega stórar upphæðir lil atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum landsins, og fer mikið af þeirri vinnu til miður nauðsynlegra framkvæmda. Væri nú nokkur goðgá framin eða lagabrot, þó að atvinnumála- ráðherrann ákvæði, að vinna mætti í atvinnubótavinnu að því, að koma upp vönduðum girðingum um kirkju- garða, þar sem sóknarnefnd liefði ákveðið að koma upp slíkri girðingu, og blutaðeigándi bæjarstjórn eða hrepps- nefnd samþykti verkið? Slíkt ákvæði gæli orðið sókn- arnefndunum ómetanleg hjálp, og gjört þeim kleyfl að hefjast handa um girðingu, sem að Öðrum kosli yrði að bíða árnm saman. Jafnframl væri þá og sanngjarnl, að ríkið styrkti að nokkurn girðingar um kirkjugarða í þeim héruðum, sem ekki njóta atvinnubótastyrks, gegn því, að viðkomandi hreppar legðu fram fé á móti. Þó mikið væri fengið, ef allir. kirkjugarðar landsins væru vel friðaðir og sómasamlega girtir, þá er þó ekki þar með takmarkinu að fuilu náð. Eftir er þá sá hlut- inn, að skipuleggja garðana og prýða þá. Þetta ætti ekki að þurfa að kosta ýkja mikið fé, heldur um fram alt hag- sýni og smekkvísi. Þjóðin ver nú árlega miklu fé til kaupa á dýrum útlendum blómsveigum og' misjafnlega smekklegum legsteinum, til óhentugra timbur og járn- gii’ðinga um leiði og ýmislegs fleira, sem vel mætti rniss- ast og hverfa. Fyrir þetta fé mætti áreiðanlega gjöra kirkjugarðana fagra, stæi'ri og áhrifamikla, ef réttilega væri á haldið. Það er sorglegt til þess að vita, að stærsta óprýði margra kirkjugarða vorra skuli einmitt vera minnismerkin, fallnir, brotnir eða skektir legsteinar, brotnar girðingar bæði úr járni og tré, og ömurlegar leifar af gömlum blómsveigum á hrakningi hér og hvar. Og til þess að skapa þessa óprýði liefir þjóðin á sínum tíma varið ærnu fé. Fegurstur og tilkomumestur virðist mér vera mundu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.