Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 32
230 Holgér Mosbech: Kirk.juritið. um, síðum syprtum kjólum, prýddum rauðum ísaumi og blikandi málmteinum. Menn höfðu lagt kapp á að koma eins fjölmennir og skrautbúnir og fremst var kostur til þess að ganga í augun á el-Hadr búum. Þeir sem áttu reiðskjóta, iiesta eða asna, komu ríð- andi á j)eim fieldur en ekki hnakkakertir. Skrúðfylkingin lagði nú af slað og teygðist mjög úr henni. Fremstir fóru karlmennirnir gangandi eða ríðandi og voru þeíý flokkur sér. Þvi næst kom brúðarúlfaldinn og teymdi brúðgum- inn liann, j)á kvennaþyrping og söng hún sömu söngvana sem '.} morgunsárinu og klappaði saman lófunum eftir hljóðfallinu, var undrayert þol þeirra að halda þessum tilbreytingalausa söng áfram stundum saman. Síðast fylgdi stór sægur karla og kvenna. Þar fóru allir |)eir, sem komið höfðu of seint, er lestin var lögð af stað. Mjög hægt var farið og oft numið staðar. Tveir eða ])i’ír rciðmenn reyndu gæðinga sína á völlunum með fram veginum og nam j)á öll fylkingin staðar til læss að dást að flýti og fimi liesta og reiðmanna. Eða ungir menn í fararbroddi dönsuðu sverð- dansa, einn eða fleiri í senn. Þeir liðu eftir hljóðfalli aftur á bak og áfram og böðuðu út sverði — eða staf. í öllu þorpinu voru sem sé ekki iil nema tvö sverð, og þurfti þvi á staf að halda, ef fleiri dönsuðu en tveir í einu. Danslagið var harla tilbreytingar- laust. Það var leikið á flautu iir vængjabeinum arnar, og hefir þetta óbrotna hljóðfæri að líkindum verið notað í ísrael til forna. Þessir dansar voru einkum til skemtunar karlmönnunum í farar- broddinum, slógu l)eir hring um dansarana svo þétt, að aðrir sáu ekki til, en auðvitað stöðvaðist skrúðgangan, meðan á dansinum stóð. Enn tafði l)að fyrir, að fylkingin fór oft fram hjá hrunnum eða uppsprettum, og þurftu menn þá að svala þorsta sínum. Alt þetta olli því, að ferðalagið 3 km. milli þorpanna tók meíra en tvær klukkustundir og ekki var náð til el-Hadr fyr en ki. 10. Brúðarinnar skyldi vitja í eitthvert fegursta liúsið í bænum, enda þótt foreldrar hennar ættu heima í fátæklegu hreysi. Fjölskyldan hafði fengið það til umráða þennan dag, til þess að alt skyldi veg- legra í augum Artasbúa. Þegar fyikingin var þangað komin, gengu tvær frændkonur brúðgumans inn til þess að sækja brúðina. En þær komu þegar út aftui- og kölluðu lil liópsins, að liann skyldi doka við andartak, unz tokið yrði við að búa brúðina. Auð- vitað varð það andartak mjög langt, og fór svo, að menn urðu að híða fullar tvær klukkustundir eftir henni. En alt er tímafrekt í Austurlöndum, og samtiðarmönnum Jesú hefir eflaust þótt það mjög eðlilegt, er hann sagði í líkingunni um tíu meyjar, að brúð- gumanum hefði dvalist. Ég sá einnig, að brúðarfylkingin bjóst við langri bið og leitaði forsælu. Karlmennirnir settust og tóku

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.