Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 29
Kirkjuritið. Brúðkaup í Gyðingalantli. 227 sónur komu fram í því, Salórnó, Súlamit og hirðirinn. En súmir skýr'ðu þó leikinn svo, að persónurnar væru tvær, aðrir, að þær væru fjórar. Þessi óvissa sýndi það í raun og veru, að sjón- leiksskýringin leiddi ekki heldur i ljós kjarna skáldíritsins, fremur en likingaskýringin. Skýringin á vandamálinu fjekst fyrst við það, að þýsluir ræð- ismaður, \Vetzstein að nafni, er dvaldi í Ðamaskus árið 1873, lýsti brúðkaupssiðum á Sýrlandi nú á dögum. Hann hafði sem sé veitt því athygli, að bændurnir voru vanir á brúðkaupshátið- inni að setja brúðgumann og brúðina upp á þreskisleða, búinn eins og hásæti, og hyltu þeir siðan brúðhjónin eins og kong og drotningu með samskonar kvæðum og standa i Ljóðaljóðunum. Af þessu tvennu, að unnustinn í Ljóðaljóðunum er nefndur kon- ungur og honum lýst þar eins og Salómó, og brúðkaupssiðirnir kunna að hafa haldist hinir sömu hjá þessu óbrotna alþýðu- fólki meir en 2000 ár, dró nú Wetzstein ])á ályktun, að kvæðin i I-jóðaljóðunum gætu verið flokkur af víxlsöngum, sem ætlaðir '’æru til notkunar á brúðkaupshátíðum. Kom það nú í ljós, að út frá þessu sjónarmiði urðu lýsingarnar eðlilegar og auðskildar. Enda eru flestir fræðimenn á vorum dögum komnir á þá skoðun. Það gat því orðið næsta fróðlegt að kynnast brúðkaupssiðum bændafólks á Gyðingalandi, svo að kunningi minn kom því i kring fyrir mig, að mér var boðið í brúðkaup, sem halda skyldi í Artas, sveitaþorpi 3 km. suður af Betlehem. Ætlaði Muhammed ilm Jusuf, sem þar átti heima, að ganga að eiga Södu frá el-Hadr, nágrannaþorpi. A undan brúðkaupsliátíðinni höfðu auðvitað farið festar fram. •Úinlu frásagnirnar uin þær í bæ brúðgumans á söguna í G. t. uni fund Jakobs og Rakelar. Einhverju sinni veturinn áður hafði Muhammed séð ungu stúlkuna fara út að sækja vatn og leizt bonum hún svo fríð, að liann ákvað að fá hennar, ef ]iess væri kostur. Hann grenslaðist eftir því, hver liún var, og gekk svo heim og har málið undir ættfólk sitt, en fjölskylduráðið sam- þykti að verða við ósk hans. Tveir af helztu mönnunum í fjöl- skyldunni fóru til el-Hadr og var þar vel fagnað. Foreldrar stúlkunnar buðu þeim til máltíðar, en þeir vildu ekki neyta neins, éins og Elíezer forðum, áður en þeir hefðu borið upp erindið. Var bá þegar tekið að semja og snerust umræðurnar aðallega um það, hversu mikið brúðguminn tilvonandi ætti að borga fyrir Södu. l aðir hennar vildi fá 80 egipzk pund, eða um 1500 d. kr., af því «ð hún væri mjög lagleg stúlka. En af því að hann var fátækur og honum lá á peningum, fór hann smámsaman niður í 00 pund, eða um 1100 krónur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.