Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 6
204 Björn Magnússon: KirkjuritiÖ. byggist á þekkingn þeirri, sem Kristur færði oss á Guði, bæði með kenningu sinni og eigin lífi. En i þeirri þekk- ingu felst ekki eingöngu það, sem öllum æðri trúarbrögð- um er sameiginlegt og sumir vísindamenn og heimspek- ingar sjá nú vitni um í lieimsmynd nýjustu vísinda, að Guð sé almáttugur skapari himins og jarðar, sem alt er frá komið og' öllu stjórnar; ekki heldur eingöngu það, að Guð sé einn, gagnstætt fjölgyðishugmyndum lægri trúarhragða, heldur fyrst og fremst það, að Guð sé kær- leiksríkur faðir alls, sem er, er ekkert láti afskiftalaust, heldur finni til með öllu sköpuðu og beini öllum atvik- um lífsins til lieilla; að hann heini öllu viljandi og vit- andi að ákveðnu fullkomnunar-takmarki, og láti alt, jafnvel böl og svnd, stuðla að því, að því marki verði náð. Traust eða trú kristins manns er því traust til hins algóða og almátluga föður, sem öllu stjórnar að settu marki, en það mark er fullkomnun slik sem lians sjálfs. Og sú fullkomnun hirtist fyrst og fremst í því, að hann er algjör kærleikur. Þetta kemur mjög ljóst fram í tvö- falda kærleiksboðorðinu: „Drottinn, Guð vor, hann einn er drottinn. Og þú skalt elska drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þín- um og af öllum mætti þinum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (Mark. 12,29nn). Það er þó máske enn Ijósara í orðum Fjallræðunnar: „Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yð- ur, til þess að þér séuð synir föður yðar, sem er á himn- um; þvi að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta“. Og nokkuru siðar standa þessi orð: „Verið þér þvi fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn“ (Matt. 5, 43—45, 48). Að þar sé hent á fullkomnun í kærleika, sýna orðin Iiliðstæðu í Lúkasarguðspjalli: „Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur“ (6, 36). Trú kristins manns er þannig fyrst og fremst traust, traust til Iiins algóða Guðs, traust, sem er ekki aðeins í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.