Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Kirkjugarðar. 217 2. Skipulagning grafreilanna, umbúnaður leiða og leg- steina, trjárækt og önnur prýði. Fyrsta skilyrðið fyrir friðun grafreitanna er það, að þeir séu vel og traustlega girtir með smekklegu og vönd- uðu sáluhliði. í smærri kirkjugörðum til sveita g'æti vel farið á, að girðingin væri vel hlaðinn grjótgarður steinlimdur með graslagi efst. En umhverfis hina stærri kirkjugarða þyrftu annaðhvort að vera steinsteyptir veggir eða vír- girðingar úr þéttriðnu sterku vírneti á járn eða stein- stólpum. Trégrindur, gaddavírsgirðingar eða torfgarðar æltu ekki að eiga sér stað. Slikar girðingar hefði átt að hanna í reglugjörð um kirkjugarða, en það hefir láðst því miður. Það er alkunna, að tiltölulega mjög fáir kirkjugarð- ar eru enn sómasamlega girtir og friðaðir. Þarf því að gjöra allstórt átak nú á næstunni til að kippa þessu í lag. Það átak kostar mikið fé, meira fé en svo, að fá- tækir söfnuðir geti lagt það fram á þessum erfiðu tím- um. Hér verður því hið opinbera að veita nokkurn stuðn- ing, ef málið á ekki algjörlega að stranda, eða girðingar að verða af slíkum vanefnum gjörðar, að ekki yrði við unað til frambúðar. Væri þá jafnvel ver af stað farið en heinia setið. Vönduðum girðingum um kirkjugarða landsins er ekki hægt að koma upp, eins og nú standa sakir, nema til þess fáist löng og hagstæð lán, t. d. til 50 ára, og með vægum vaxtakjörum. Getur Hinn almenni kirkjusjóður veitt slík lán? Það þarf að athugast. Að öðrum kosli er ohjákvæmilegt, að stjórn og þing sjái svo fyrir, að sókn- arnefndir fái aðgang að hægstæðum lánum í þessu skyni. Og þar sem sómasamleg girðing um grafreitina er menn- nigarmál og jafnvel heilbrigðismál, sem alþjóð varðar, þá svnist ekki aðeins vera sanngjarnt, heldur beinlínis skylt,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.