Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 28
Kirkjuritið. BRÚÐKAUP í GYÐINGALANDI. Áður en ég kom til Gyðingalands, var ég fastráðinn í að sitja þar brúðkaup, ef þess ýrði koslur, því að mér var kunnugt, að brúðkaupssiðir í sveitum á Sýrlandi höfðu fyrir (iO árum varp- að réttu skilningsljósi yfir eitt af ritum Biblíunnar, Ljóðaljóðin. Við að lesa rit þetta vaknar sú hugsun ósjálfrátt, að það sé lof- söngur um ástir karls og konu. Iín fyr á tinium gátu menn auð- vitað ekki felt sig við það, að i Heilagri ritningu væri svo ver- aldlegt efni. Fornir lærifeður Gyðinga, sem kváðu á um það, hvaða rit skyldu teljast til G. t., fundu þegar þennan vanda; og á 1. öld e. Kr. deildu þeir allmjög um það, hvort Ljóðaljóðin ættu heima í Biblíunni. En þá voru þau talin eftir Salómó, og ril eftlr jafn frægan fornaldarspeking og skáld mátti ekki útiloka. Því varð niðurstaðan sú, að Ljóðaljóðin voru tekin með í Biblí- una. En þá mátti ekld lengur telja þau veraldleg ástaljóð, held ur leituðu menn að trúarkjarna i þeim og tóku að skoða þau eins og líkingu (allegori). Lærifeður Gyðinga héldu því fram, að þar væri alls ekki um ástarsöngva að ræða i venjulegri merk- ingu, heldur um afstöðu drottins' Guðs til ísraelsþjóðarinnar, um hið nána lífssamband, sem ætti að vera milli Guðs og þjóð- arinnar. Með svipuðum hætti hugðu kristnir guðfræðingar, að ljóðin væru um dularsambandið milli Krists og brúðar hans, ldrkjunnar, eða milli Krists og kristinnar mannssálar. Var slík skýring á Ljóðaljóðunum einráð um margar aldir, og dultrúar- menn eins og Bernharður frá Bjartadal töldu þau lýsa hvað bezl af ritum Biblíunnar trúarreynslu sinni. Þó blaut að koma að því fyrir guðfræðingunum, að þeir / 'skildu, að þessi líkingaskýring á ljóðunum væri heldur en ekki gjörræðisleg og í andstöðu við textann, eins og hann lægi fyrir. Og í lok 18. áídar fóru menn að skýra Ljóðaljóoin sem sjónleik, eða skáldrit, þar sem ýmsar persónur tækju til máls. Að vísu urðu skýrendurnir sjálfir að búa til ganginn i leiknum, en það olli ekki verulegum vandkvæðum á þeim tímum. Ljóðin þóttu yfirleitt lýsa þvi, hvernig Salómó konungur leitaði ásta Súlamítar, en hún kysi heldur að deila kjörum við fátækan hirði sinn. Samkvæmt þeim skilningi varð ritið þannig lofgjörð um órofa ást, og þrjár per-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.