Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 15
Kirkjuritið.
Ríki, kirkja og skólar.
213
hin víðáttumiklu sveitaprestaköll torvelda mjög og tak-
marka störf prestanna að fermingarundirbúningi. Skal það
þó játað, að þar gætum vér prestar sumir unnið meira en
vér gerum. Víðast mun lítið nægja, og verður sumstaðar
við það að sitja, að tala við börnin nokkurum sinnum
fyrir ferminguna og byggja þá fyrst og fremst á þeim
þekkingarforða, sem skólinn hefir látið þeim í té. Þá
eru guðsþjónusturnar. Þeim er ætlað að glæða og efla
þau kristilegu áhrif, sem heimili, skóli og kirkja liafa
reynt að skapa. En þær eru samkvæmt eðli sínu fyrst
og fremst miðaðar við hæfi þeirra, sem þegar eiga ein-
hverja hlutdeild i kristilegri lífsskoðun. Þær geta tæp-
lega orðið liður í úlhreiðslustarfsemi meðal þeirra, sem
annaðhvort standa andvígir eða áhugalausir gagnvart
kirkjunni. Þverrandi messusókn á sumum stöðum, sem
niargar ástæður liggja til aðrar en minkandi trúarálnigi,
gera þær og miður heppilegt starfsform til slíkra stór-
ræða. En að minni hyggju fer því svo fjarri, að messu-
föllin séu sönnun þess, að þjóðin hafi ekki þörf fyrir
starfsemi kirkjunnar, að eimnitt þau, ef andúð veldur,
eru sterkasta röksemdin fyrir þvi, að kristileg lífsskoð-
un eigi ekki full ítök með þjóðinni, og kirkjan hafi því
enn sitt ldutverk að vinna í þjóðfélagsins þágu. Um síð-
asta alriðið er svo það að segja, að prestaköllin eru nú
víðast orðin það stór, að mjög brestur á um persónulega
kynning presls og safnaðar. Sviftir það prestinn læki-
færinu til að kynnast andlegum þörfum einstaklinganna
og uppfylla þær, auk þess sem það torveldar alt starf
bans, einnig liin opinberu embættisverk.
Að öllu þessu athuguðu er það sýnilegt, að liin is-
lenzka þjóðkirkja þarf umfram all að eignast nýjan
starfsvettvang, þar sem hún geti betur náð til hvers
einstaklings en hún gerir nú, ef hún á að vera fær um
að rækja hið þjóðfélagslega hlutverk sitl eins vel og áð-
ur. Sá starfsvettvangur er þegar til, og ríkið hefir yfir
honum að ráða. En hann er eins og nú standa sakir