Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 24
KirkjuritiS. Á SJÚKRASTOFU. Ó frelsi, — skærast skín þitt ljósið bjarta í myrkrastofu — Byron. Eg kem á sjúkrastofu; þar liggja margir, yngri og eldri, karlar og konur. Þar er enginn hávaði eða skar- kali; þar ríkir alvara og' þögn. Þar er fátt, sem glepur hugann, en hugsanirnar streyma; hugsanirnar um liðna tímann, liðna æfi og ýmsa atburði, þægilega og óþægi- lega. Sumir eru þjáðir, aðrir minna; tíminn finst þeim aldrei ætla að líða; dagurinn svo óendanlega langur og þreytandi, og svo kemur nóttin — oft andvökunótt, eða óvær svefn. „Ósköp er gott að þú komst, mér leiddist svo mikið, en livað heitirðu annars“, sagði kona ein við mig, er ég kom að sjúkrabeð hennar. Þá er gott að tala huggandi orð til sjúklingsins, orð, sem vekja von um bata, á einhvern liátt, orð, sem vekja rósemi, traust og gleði. En það verður að hafa í lniga, að tala ekki um það, sem getur vakið óþægindi hjá hinum veika. Menn verða vel að gæta þess, að það er ekki vandalaust að koma á sjúkra- stofu. Það þarf að reyna að hafa hressandi og lífgandi áhrif á sjúklinginn. Og' vissulega er það velgjörningur, ef það getur tekist. Ég er að fara af sjúkrastofunni. Hugurinn hvarflar víða. Mikill niunur er, að geta farið allra sinna ferða, frískur og frár, eða liggja sjúkur sem fangi eða fugl i búri. Mætti binum sjúku veitast styrkur frá liæðum til að bera sjúkdómskrossinn með þolinmæði og trúnaðartrausti og fela drotni framtiðina, bvort heldur um líf eða hel er að tefla.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.