Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 36
KirkjuritiS. „NÝJAR KIRKJUR“. í blaði róttækra stúdenta i Reykjavík liefir komiS fram hug- mynd, sem er athyglisverS, í sambandi viS nýjar kirkjubyggingar, og er hún í því fólgin, hvort eigi sé ráSlegt aS athuga, hvort ekki sé hugsanlegt, aS sameina í einni byggingu: Kirkju, skóla og samkomuhús fyrir hvert bygSarlag eSa þorp, þar sem svo stend- ur á, aS þetta þarf aS byggja í náinni framtíS. Er þaS sýnilegt, aS slíkt mundi verSa stórum kostnaSarminna, en aS byggja sér- stakt liús yfir hvaS eina, og vel liugsanlegt, aS ganga mætti frá byggingunni á þann hátt, aS húsiS yrSi hiS veglegasta, en gæti jafnframt orSiS hentugt fyrir þessi margvíslegu verkefni. Höf. greinarinnar, lir. stud. med. Daníel Á. Daníelsson, fer óþarflega mörgum orSum um þaS, aS „rétttrúnaSarsálirnar“ í land- inu muni áreiSanlega verSa þessu nýmæli mótsnúnar, og verSur ekki séS, aS hann geti aS svo komiiu bygt þessa staShæfing sína á neinu öSru en getgátum. En hvaS sem því líSur, getur undirritaSur lýst yfir því, aS hann er aS ýmsu leyti skotinn í þessari hugmynd, og hefir ekk- ert viS hana aS athuga í aSalatriSum. Hann lítur svo á, aS hvorki eigi félagslíf manna, samkvæmislíf, eSa þekkingarleit aS vera meS þeim hætti, aS til saurgunar sé þeim húsum, sem annars eru notuS til guSsþjónustulialda, né aS æskilegt sé aS kippa trú- arathöfnunum út úr svo raunhæfu og lífrænu sambandi viS aSra menningarlega og félagslega þróun samfélagsins, aS menn gleymi því, aS guSsþjónusta á ekki aSeins aS vera fólgin í messugerS, lieldur á liún fyrst og fremst aS vera fólgin í lífinu sjálfu. Helgar tiSir eru ekki ætlaSar til aS vera aSalguSsþjónusta mannsins, heldur eru þær fólgnar í andlegri uppfræSslu, íhugun og bæn. sem ætlaS er aS verSi einungis til undirbúnings hinni miklu guSsþjónustu lífsins. AS þessu á einnig öll almenn mentun aS miSa og öll vor félagslegu samtök og menningarviSleitni. Þess- vegna verSa engar verulegar mótbárur reistar meS rökum gegn meginliugsuninni í grein lir. D. D. Hún er tímabær bending í rétta átt. Én enda þótt þessi hugmynd sé tiltölulega ný hér á landi, má benda á þaS, aS hún er vel þekt sumstaSar annarsstaSar, t. d. í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.