Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 42
240
Erlendar fréttir.
Kirkjuritið.
þýða Palestinu á hebresku með orðunum land ísraels.
Enska nefndin liefir leitast við að miðla máluin, en tekist það
þannig, að báðir aðiljar eru mjög óánægðir. Til dæmis um
gullna meðalveginn, sem bún hygst að rata, má nefna það, að nú
er ekki lengur sagt í útvarpinu: „Palestina — land ísraels“,
heldur „Palestina, land Jerúsalem“. Menn búast við því, að
nefndin muni fremur leggjast á móti Gyðingum og vilja láta tak-
marka innflutning þeirra. Þó mun hún ekki ganga svo langl, að
Arabar verði ánægðir, en sennilega liætta j)eir öllum óeirðum.
Bersýnilegt er það, að vonir Gyðinga um nýtt Gyðingaríki muni
ekki rætast að þessu sinni eða að Arabar þjóni þeim eins og
„vatnsberar og viðarhöggsmenn". Þeir sjá það sjálfir glögt, og
framtiðarstefnuskrá þeirra er alment að verða á þessa leið: Báð-
ar þjóðirnar skulu búa saman í Palestinu við fult jafnrétti. Hvor-
ug skal ríkja yfir hinni, heldur ráði England yfir, þannig að
Palestina heyri til breska heimsveldinu.
Þýzka kirkjan.
Hitler virðist nú orðið vonlaus um það, að geta brotið
evangelisku þýzku kirkjuna á bak aftur, og hygst að veita henni
sjálfsforræði í málum sínum. Hann gaf út i vetur, 15. febrúar,
boðskap J)ess efnis, að kalla skyldi saman almenna löggjafar-
samkundu fyrir evangelisku l)ýzku kirkjuna, til ])ess að koma
á nýju skipulagi samkvæmt vilja safnaðanna sjálfra, og mætti
kirkjan í öllu J)ar að lútandi hafa óbundnar hendur. Kosninga-
undirbúningur til þessa kirkjuþings skyldi þegar hafinn. Rúm-
um mánuði seinna, 20. marz, birti hann fyrirmæli varðandi
kirkjuna, er ekki þóttu í jafn frjálsmannlegum anda. En menn
kirkjunnar hafa sætt sig við þau, þar sem þau eru aðeins til
bráðabirgða, og setja þar traust sitt til kirkjuþingsins, að því
auðnist að ráða mörgum vandamálum kirkjunnar til farsællegra
lykta. Sennilega verður það játningakirkjan, sem mun hafa for-
ystuna í náinni framtíð. Er ])ess óskandi, að þessi stefna, sem
tekin hefir verið, muni leiða til fulls sjálfsforræðis evangelisku
kirkjunnar í framtiðinni og jafnframt til meiri einingar og frið-
ar innan hennar.
Milli Hitlers og kaþólsku kirkjunnar logar nú, eins og al-
kunnugt er, reiðieldur. En um sannleikann í þeim deilumálum
er enn of snemt að dæma héðan úr fjarlægðinni. Svo mikill
reykur fylgir bálinu, að ekki sér lil slíks.
G. 4. og A. G.