Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 18
Kirkjuritið. KIRKJUGARÐAR. Með lögum, nr. ö4 23. júní 1932, um kirkjugarða var stigið verulegt spor lil þess að lirinda af þjóðinni þeirri smán, sem aldalöng vanhirða um grafreiti sína liefir á liana sett. En jafnframt þarf þó alþjóð að verða ljóst, að til þess að kirkjugarðarnir komist i ])að ástand og horf, sem viðunandi sé og' samhoðið geti talist menningarþjóð, þarf meira en pappírslöggjöfina eina. Til þess þarf vakn- andi áhuga þjóðarinnar á málinu. Til þess þarf skipu- lagt starf. Til þess þarf fé. En sá áhugi hefir ekki verið vakinn, starfið hefir ekki verið skipulagt, og lögin frá 1932 ekki komið til fram- kvæmda enn, svo að nokkuru nemi. Hvað veldur liér deyfðinni og áhugaleysinu ? Vafalaust að allmiklu leyti tómleiki stjórnarvaldanna um málið. Má í því sambandi geta þess, að reglugjörð um nánari framkvæmd laganna var fyrst gefin út rúmum tveim árum eftir að lögin voru undirrituð (25. júlí 1934). Og heimild laganna til að skipa sérstakan ráðunaut til leiðbeiningar hefir stjórnin ekki notað fyr en nú alveg' nýlega. Það er því naumast liægt að ætlast til, að árang- ur sjáist af þessari löggjöf enn sem komið er. En nú mælti fara að vænta þess, að nokkur skriður komist á þessi mál. Er því tímabært, að söfnuðir landsins fari að gjöra sér ljóst, hvað þeir þurfa og eiga að gjöra á næstu árum til þess að hefja kirkjugarðana úr þeirri vanliirðu, sem þeir hafa verið i frá ómunatíð, þjóðinni til vansa og minkunar. Verkefnin sem fyrir liggja eru fyrst og fremst þessi: 1. Friðun allra grafreita.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.