Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 39
Kirkjuritið.
Erlendar fréttir.
237
;>ð þau prófastsdæmi, sem óskuðu eftir sendimörinum til sín í
sumar, létu ritstj. Kirkjuritsins vita, eða formann undirbúnings-
nefndar kirkjufunda Gísla Sveinsson sýslumann í Vík.
Kosning í kirkjuráð
t'l næstu fimm ára á að fara fram á þessu sumri. Sóknarprestar
bjóðkirkjunnar og kennarar guðfræðideildar háskólans eiga að
kjósa tvo guðfræðinga og héraðsfundir tvo fulltrúa. Atkvæði
ber að senda biskupi fyrir lok ágústmánaðar.
Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson á Desjarmýri
átti fimtugsafmæli 7. f. m. og fékk þá mjög fjölmenna heim-
sókn af safnaðarfólki sínu. Mintist það ekki aðeins afmælisins,
heldur einnig 25 ára prestsstarfs séra Vigfúss Ingvars. Halldór
Ásgrímsson kaupfélagsstjóri bafði orð fyrir og afhenti prestin-
»m að gjöf mjög vandaða stundaklukku, og voru letruð á silfur-
skjöld þakkarorð frá sóknarbörnunum. Á. tí.
ERLENDAR FRÉTTIR.
Stanley Jones í Bandaríkjunum.
Miklar fréttir eru sagðar um slys og stríð. Fleira gerist þó í
heiminum, og margt gleðilegt.
Dr. Stanley Jones skrifar í blað sitt, „The Fellowship of the
Friends of Jesus“, um hin miklu sókn kirknanna i Bandarikj-
»»um, sem hann nýlega tók j)átt í. Hann segir, að þessir mán-
»ðir hafi venð erfiðir, en, hann haldi, hinir ávaxtaríkustu af
adi hans. í þrjá rnánuði prédikaði hann 2—5 sinnum hvern
einasta dag, án jiess að nokkur dagur félli úr. Þessi mikla hreyf-
>ng, segir hann, snerti sál þjóðarinnar kröftuglega, og hefir nú
fætt af sér aðrar tvær merkilegar hreyfingar. Önnur snýr sér
»ð því, að hafa áhrif á prófessora og nemendur hærri skólanna,
e» hin að því, að koma stjórnarmeðlimum Bandaríkjanna undir
sem hollust og sterkust kristileg áhrif.
Forseti Bandaríkjanna boðaði prédikarana, sem söknina
hófu, á fund sinn. Fjórir voru valdir til jiess að tala við for-
setann, og það lenti á dr. Stanley Jones að hafa orðið. Forset-
inn hafði ætlað jieim 20 mínútur, en gleymdi svo timanum, að
hann ræddi við jjá fulla hálfa stund. Nokkurir háttsettir stjórn-
armeðlimir voru einmitt að leggja af stað í ferðalag sér til hvíld-