Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 8
200 Björn Magnússon: Kirkjuritið. iil vitundar, tilfinningar og vilja, eins og ég drap á fram- ar i þessu máli. Hana er að finna, þar sem er traust kristins manns til Guðs, bygt á þeim alldiða kærleika, sem hér hefir nú verið rætt um. Og Kristur bendir skýrl til þessa með tvöfalda kærleiksboðorðinu. Lengi fundusl mér orðin: „Elska skaltu Guð af öllu Iijarta þínu og allri sálu þinni og af öllum liuga þínum og af öllum mætti þínum“ vera innibaldslaus upptalning. En seinna skildist mér, að því fer l'jarri. Hér er um að ræða lýs- ingu bins alhliða kærleika, sem einn er fullkominn og getur leitt til fullkomins trausts. Að elska Guð af öllu bjarta er að elska af allri dýpt till'inninga sinna. Af allri sálu bendir til skilningsins, sem grundvallar traustið á þekkingu. En undir þekkinguna rennur einnig starf- semi hugarins, liins ályktandi og' rökleiðandi, því er oss boðið að elska af öllum buga. Loks kemur til starfsemi viljans, sem beitir öllum mætti til framkvæmda þess, sem tilfinningin laðar til og skilningur og' vit staðfesta, að rétt sé. Þá rennur boðið: Að elska Guð, sjálfkrafa yfir i boði'ð: Að elska náungann. Að elska Guð af öllu bjarta, sálu, hug og mætti lilýtur að birtast í því að elska náungann. „Ef einhver segir: Ég elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari; því að sá, sem ekki elskar bróður sinn, sem bann hefir séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefir ekki séð“ (1. Jóh. 4, 20). Hér er einnig bent á samband elsku og þekkingar. Það kemur þó enn Ijósar fram í þessum orðum sama bréfs: „Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá, sem ekki elskar, þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur“ (4,7nn). Hver, sem þekkir Guð, hlýtur að elska liann, og sé elska hans alhliða, birtist hún í elsku til meðhræðra sinna. Nú skulu a ðlokum dregnar fram nokkurar ályktanir af því, sem að framan hefir verið sagt: Vér liöfum rætt um guðsþekkingu, guðstraust og'

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.