Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 30
24 Friðrik Rafnar: Janúar. Risa-háum fjöllum frá, færi gæfist núna, tigulega sveit að sjá, sumarklæðum búna. Öllum, sem að sífelt þrá, sólarljósið glaða, leiðist, vegum lifsins á, lengi þoku að vaða. Þegar við komum að Fossvöllum á föstudaginn, lágu boð fyrir okkur með beiðni um að koma upp að Skjöldólfsstöðum á Jök- uldal á laugardagskvöldið og lala þar fyrir ungmennafélaga, sem héldu þar samkomu. Fórum við þangað, en með því að sam- koman gat ekki byrjað fyr en undir miðnætti, vegna þess að l'ólkið kom ekki fyr, flutti ég þar aðeins prédikun, en Snævarr lalaði þar ekki. Var sú för mér að mörgu leyti minnistæðust alls þess, er fyrir bar á ferðinni. Skjöldólfsstaðir, og ungmenna- félagar þeir, er þar komu saman, eru í Hofteigsprestakalli. Hefir þar verið prestlaust síðan vorið 1928, en brauðinu þjónað af séra Sigurjóni Jónssyni á Kirkjubæ. Geta aðeins þeir, sem þarna eru landfræðilega kunnugir, gert sér liugmynd um, hve fjar- stætt það er, að hægt sé, svo í nokkuru lagi sé, að þjóna þeim prestaköllum báðum saman. Og þó datt nefndinni, sem fjallaði um skipun prestakallan, i hug, að hægt væri þar að auki að bæta Desjamýrarprestakalli við. Ég varð greinilega var við það, bve sterk þrá er hjá fólkinu þarna i Hofteigsprestakalli að fá þangað prest. Minnast þeir með mikilli elsku sinna gömlu presta, síra Einars Þórðarsonar og síra Þorvaldar Ásgeirssonar, gamla fólkið, sem enn man hann. En unga fólkið þarna var engu áhugaminna en hið eldra um að fá prest. Bað formaður ungmennafélagsins okkur kómumenn, ef við gætum á nokkurn hátt hjálpað til þess, að stuðla að því, að til Hofteigs fengist sem allra fyrst ungur og duglegur prestur. Næsti dagur var sunnudagurinn 25. júlí. Höfðum við þá verið beðnir að tala á ungmennasamkomu, er halda átti á Stóra- Bakka. Fórum við þangað og fluttum þar prédikun og erindi við fjölmenni. Er gott til þess að vita, hve ungmennafélagsskapurinn er vel lifandi i þessum sveitum, og æskulýðurinn vinsamlegur i garð kirkju og kristindóms. Mættum við hvarvetna hjá unga fólkinu einstökum hlýleik og ágætustu viðtökum. Á mánudaginn var ákveðið að fara í Desjamýrarprestakall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.