Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Mennirnir við vöggu kristninnar. 87 íræðingar einir, sem telja Postulasöguna gott sagnarit, nefna rit Eduard Meyers: Ursprung und Anfánge des Christentums, III. bindi. Hann verður varla vændur um, vera ekki strangur sagnaritari. En hann ver ejnmitt heimildagildi Postulasö gunnar með hnúum og hnefum fyi'ir ofrýni margra guðfræðinganna. hh’ því að Páll snerist gegn kristninni, varð hann og hlaut að verða foringi. hrásögnin um afturhvarf eða réttara sagt köllun Páls er hka merkileg í þessu efni. Frá þeim viðburði segir hostulasagan þrisvar. Fyrst er bein frásögn í Post. 9, en siðan segir Páll tvisvar frá henni í ræðum sínum (Post. og 26. kap.). Ef þessi merkilega frásögn, sem her a ser öll einkenni sannrar sögu, er ekki góð mynd af köllun foringjans, þá kann eg ekki sögu að meta. Hann er beinlínis sleginn til jarðar. Það er skyndiáhlaup, svo að engrar undankomu er auðið. Páll gat brotnað, en ekki bognað. Enda lýsir Páll því jafnan svo, að þar 'erður alveg gerbreyting. Hið fyrra er farið. Páll lifir elvki framar, heldur er það upp frá því Ivristur, sem nfir lifj ]lans Hann er leirkerið, sem geymir þennan haenialausa fjársjóð. Og með öllum sínum jötunkröftum ræðst hann nú fram á þessum nýja vettvangi. hg get ekki slilt mig um að hlaupa frá þessum æsku- lasogum um foringjann Pál til síðustu sögunnar af °num í Postulasögunni, sem greinileg er. Hann er þá ^ruginn að aldri og sjálfsagt mjög bugaður að líkams- \r,°ftum. Þarf ekki annað en líta á það, sem hann segir s.)alfur um svaðilfarir sínar í 11. kap. 2. Korintubréfs j’I þess að sjá þetta. Hann segir t. d.: „Af Gyðingum lerr eg fimm sinnum fengið fjörutíu fátt i einu, þrisvar Vefr® húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar liðið shipbrot, verið sólarhring í sjó“. Svona heldur hann á- ^am að telja hættur, erfiði, áhyggjur, ferðalög og alls- yns áreynslu, andlega og líkamlega. Það hlaut að vera

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.