Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 24
102 Árelíus Níelsson: Marz. og bera jafnt úr býtum. Oftast munu slíkar ferðir fjár- bagslega verða fremur tap en gróði. Sennilega vildu fáir skipta, sízt að vetrinum. Svona mætti telja fleira. En mér finst þó launamunurinn vera aukaatriði. Endur- skipun og nýskipun prestakalla getur lagað bann. Og að því verður að stefna. Aðalrökin gegn aukatekjunum eru andleg, en ekki efnisleg. Þær eru öfugstreymi. Þær eru algjör andstæða þess anda, sem á að ríkja i öllu starfi prestsins. Það er naumast bægt að hugsa sér vitlausara en það, að foreldrar þurfi að greiða inntöku barns síns í söfnuð- inn, bið sýnilega guðsriki. Og það með jafnblægilega fyrirlitlegu g'jaldi og fimm krónu seðli. Það ætti ekki að vera síður í þágu prestsins og sannkristinnar ríkisstjórn- ar, að börnin væru skírð. Eða hvað finst ykkur? Sama mætti fullyrða um fermingu. Og mætti ekki sýnast svo, að þjóðfélagi og prestum ætti að vera það meira kapps- mál, að þegnarnir helguðu sig fegurstu bugsjónum mann- kynsins en svo, að slíkt þyrfti að greiða með auvirðileg- um aurum? Eða þá giftingarnar. Mér dettur í hug karl- inn, sem þurfti að neyða til að lála nokkuð af hendi úr búðinni sinni. Hann var ekkert að flika auglýsingununi sá karl. Ekkert fékst, nema væri margbeðið um það. Og þá með nöldri og eftirtölum. Hann hefir víst ekki talið kaupin fyrir sig gerð. Eins er um giftingar nú á dögum. Fyrst er að kaupa leyfisbréf af ríkinu. Svo er að greiða þjóni ríkis og kirkju sitt. Ekki má minna gagn gera. Það mætti ætla, að lögleysusambúð sú, sem nú er mjög að tíðkast, væri vilji ríkis og kirkju. Þau legg'ja þröskulda og bindranir í götu verðandi foreldra og hjóna í ein- hverjum tilgangi. Þetta fyrirkomulag væri naumast talið livetjandi á öðrum sviðum. En meðan góð regla og lög- lilýðnir borgarar eru nokkurs metnir í þjóðfélaginu, mætti ætla, að ríki og kirkja kysu fremur lijón en hjóna- leysi til þess að skapa heimili og ala upp börn. Það hafa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.