Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 13
KirkjuritiS. Mennirnir við vöggu kristninnar. 91 sterkari en alt þetta veldi. En hvernig átti að haga starf- iuii? Hvernig átti hann eða þeir þrir saman að haga áhlaupinu? Páll var sannfærður um, að tíminn væri stuttur, sem hann hafði til þessa mikla verks. Koma Krists í mætti °g mikijli dýrð var fram undan. Hann lítur því svo á, honum beri að gefa sem allra flestum kost á að heyra )agnaðarhoðskapinn. Og það gerir hann með því að hræða þjóðvegina miklu og heimsækja stórborgirnar. Hann fer frá Pafos upp til Litlu-Asíustrandarinnar og þaðan upp á þjóðveginn mikla, er lá frá Antiokkíu vestur á ströndina, en þar voru stórborgirnar, Efesus, Miletus, Pergamus o. fl. í fyrstu varð þó hlykkur á þessari leið, og reyndar °ffar. Hvað valdið hefir, er ekki altaf gott að segja, ef hl vill sjúkleiki, ef til vill vitranir. En livað sem um það er, þá helzt þessi áætlun i stórum dráttum. Hann hemst til stórborganna í Asíu. Hann kemst yfir til Evrópu 1 stórborgirnar þar, á Balkanskaganum, einkum Þessa- loníku og Korintuborgar. Og þá fer hann að mæna til hóniaborgar. Má sjá það á Rómverjabréfinu, að þaðan hefir liann ætlað sér til Spánar. Hann ætlar að fara um þjá þeim á leið sinni vestur og fá fvlgd þeirra. Hann hefir bersýnilega ætlað að gera Róm að trúboðsmiðstöð ^ esturlanda, fá þar túlka og aðra starfsmenn. hað eru engar smáræðis áætlanir, sem hann hefir í höfðinu. Fyrst að sá orðinu á öllum miðstöðvum Aust- ai'landa og síðan án tafar að byrja á Vesturlöndum. Og þ° að ýmislegt færi öðruvísi en hann ætlaði sér, þá verð- Ur því ekki neitað, að það er ótrúlegt, sem eftir hann hggur, þegar hann fellur frá. Kristnin er komin um alt >ikið, ekki aðeins frá honum sjálfum, heldur og sam- Varfsniönnum hans og öðrum. Svipað má segja um starfsaðferð hans. Hún er svo einföld og látlaus, að segja mætti, að hún væri sjálf- sö§ð- Það er gamla sagan um Kólumbusareggið. Gyð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.