Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 30
108
Björn Magnússon:
Márz.
sjálfkjörið til forystu í því. Og að sjálfsögðu er rétt að
gera um leið aðgengilegt íslenzkum prestum úrval af
þvi, sem safnað hefir verið með öðrum þjóðum i sama
tilgangi, enda þótt það sé takmarkað, hversu vel það á
við íslenzka staðháttu, enda er þar af miklu að taka,
og margt er þar sígilt og algilt, enda þótt annað sé hund-
ið við stað og' stund.
„All er hey i harðindum", segir málshátturinn. En
ekki má velja í þessar andlegu fóðurbirgðir eftir þeirri
reglu. Enda þótt á það væri bent, hversu gott er að geta
gripið til birgðanna i harðindum, j)á á hér reyndar ekki
aðeins að vera hallærisfóður, heldur sígilt kjarnfóður,
sem æ má taka til og verður sífelt til að gera ræðuna
kjarnbetri og auðugri. „Ræða yðar sé ætið ljúfleg og'
salti krydduð“, sagði Páll. Meistarinn sjálfur kryddaði
ræðu sína með dæmum úr daglegu lífi, orðskviðiun og
tilvitnunum í andríkar bókmentir. Daufleg er ræða vor,
ef vér forsmáum að fara þar að dæmi lians.
Þegar ég ræddi þetta mál í „Hallgrímsdeild“, hafði
ég ekki í minni grein Þórarins Þórarinssonar, þá, er áð-
ur getur. En eftir að hafa nú veitt henni athvgli, get ég
húist við, að fleiri prestar hafi notfært sér bendingar
hans og farið að dæmi hins þýzka prests en ég áður
hafði g'ert mér von um. Er því væntanlega úr töluverðu
efni að velja, og er þess að vænta, að prestar veiti Presta-
félagi Islands aðgang að söfnum sinum, svo að þau geti
komið að sameiginlegum notum. Margir prestar hafa
einnig þann sið, að strika undir eða merkja við í hók-
um sínum það, sem þeim þykir vel sagt eða athyglis-
vert. Með nokkurri fyrirhöfn gætu þeir tekið saman þá
staði, sem þeim þættu líklegastir til að koma að gagni
í þessu sambandi, og' sent Prestafélaginu listann. Allir
prestar hafa ýmislegt að segja úr andlegri reynslu sinni
eða starfi sínu, sem komið gæti öðrum að liði. Einnig'
það gætu þeir skráð og' komið því á framfæri.
Ég skal nú ekki fjölyrða meira um þetta efni að sinni,