Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 26
104 A. N.: Aukatekjur presta. Marz. liafa. T. t. fermingartollur frá barnmörg'um heimilum. Stjórnarvöldin þurfa að læknast af skilningsleysi sínu gagnvart störfum prestanna. Þau verða að vita, að þeir þurfa að vera eldgjafi fegurðar og menningar hver í sínu héraði. Presturinn á að vera og getur verið braut- ryðjandi allra menningarmála i sóknum sínum. Starf hans er helgasta hlutverk á sviði þjóðlífsins. Hann er öllum öðrum fremur helgaður því æðsta takmarki, sem hver menningarþjóð hefir sett sér: Gróandi lífi, göfgi og fegurð. Og prestarnir verða að sýna og sanna, að svo sé. Það eitt getur hrakið af þeim slyðruorðið. Burt með allan úreltan smásálarskap af braut presta- stéttarinnar. Burt' með aukatekjurnar og ósóma þann, sem þeim er tengdur. Prestar! Sameinist um að útrýma þeim. en krefjast sanngjarnra launa í samræmi við aðra starfsmenn og staðhætti starfsvæðisins. Það er mikilvægur þáttur i því starfi, sem þið verðið að hefja til viðreisnar stétt ykkar. Látið eng'an geta varpað rýrð á það með nokkrum rétti. Brennið bönd smásálarskaparins, vanans og vesalmensk- unnar. Skrýðist hertygjum ljóssins. Heilir til starfa. Árelíus Níelsson. Góð minningargjöf. Þann 8. des. f. á. áttu þau 50 ára hjúskaparafmæli, Ragn- hildur Erlendsdóttir og Jón Björnsson á Ölvaldsstöðum í Mýra- sýslu. Margir sveitungar þeirra og nokkurir aðrir vinir héldu þeim veglegt samsæti þennan dag. — Um morguninn, áður en samsætið liófst, aflienti elzta dóttir gullbrúðhjónanna, Guðlaug minningargjöf til Borgarkirkju frá sér og systkinum sinum, til minja um þennan merkisdag í lífi foreldra sinna. Var það altaris- dúkur, forkunnar vandaður, er hún hafði ofið og unnið sjálf > tómstundum sínum. — Þessi prýðilega gjöf er órækt vitni um þann ræktarhug, sem lnin ber til kirkju æskustöðva sinna, þó að hún hafi dvalið fjarri henni í mörg ár. Sóknarnefnd Borgarsókn- ar flytur henni hér með sinar hugljúfustu þakkir fyrir gjöfina. Sigurjón Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.