Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 8
86
Magnús Jónsson:
Marz-
menn vilja sérstaklega láta sýna kenningu Krists sjálfs,
t. d. Markúsarguðspjall, sé frumlegri og betri heimild
að þessari kenningu en bréf Páls? Þetta gæti verið nógu
fróðlegur samanburður, og eg er til í að gera hann, ef
einhver óskar að ræða þetta mál. Það mun altaf verða
ofan á, að bréf Páls eru elzta og sterkasta heimildin,
sem til eru um frumkristnina, og t. d. það, sem hann
segir um dauða Jesú og upprisu í 1. Kor. 15, og um
kvöldmáltíðina í 1. Kor. 11, eru, eins og t. d. Eduard
Meyer dregur fram, elzti kjarni hinnar kristnu sögu.
Eg sný mér þá að efninu sjálfu, mynd Páls. Eg sagði
áðan, að hann gnæfði hátt. Það er fyrsta einkenni hans:
Hann er foringinn, borinn til höfðingja og hefir flest,
ef ekki öll, einkenni foringja. Við sjáum hann aldrei
öðruvísi en i forustu, hvernig sem högum hans er hátt-
að annars.
Við heyrum fyrst um hann, meðan hann var Gyðing-
ur. Postulasagan bregður á hann skyndiljósi við líflát
Stefáns iiíslarvotts. „Og vottarnir lögðu yfirhafnir sinai'
að fótum ungum manni, er Sál liét“ (Post. 7, 58). Líklega
hefir hann þá verið við nám í rabbínafræðum i Jerú-
salem. En forustumaður er hann orðinn.
Þetta kemur og fram strax á eftir. „Sál .... blés ógn-
um og manndrápum geg'n lærisveinum drottins o. s. frv.“
(Post. 9, 1, sbr. og 8, 3). Og ef menn halda, að í þessu
efni sé ekki liægt að treysta frásögn Postulasögunnai',
því að hún geti verið lélegt sagnarit og full af helgisög-
um og ýkjum, þá vil eg benda á orð Páls i öruggustu
bréfum hans, eins og t. d. Galatabréfinu: „Þér hafi'd
auðvitað heyrt um háttsemi mína áður fyr í gyðing-
dómnum, að eg' ofsótti ákaflega söfnuð Guðs og eyddi
hann (Gal. 1, 13). Eða þa í 1. Kor. 15, 9: „Því að eg er
minstur postulanna og ekki þess verður að kallast post-
uli, með þvi að eg ofsótti söfnuð Guðs“. Eg vil þá líka,
rétt til þess að benda mönnum á, að það eru ekki guð-