Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 28
Marz. Andleg búhyggindi. í 13. árgangi Prestafélagsritsins birtist grein eftir Þór- arinn Þórarinsson, nú skólastjóra á Eiðum, með ofan- ritaðri fyrirsögn. Ræðir hann þar um þau andlegu bú- hyggindi, sem hann kyntist bjá presti einum þýzkum, en bann Jiafði safnað saman í bækur tilvitnunum úr dag- blöðum og bókum, tímaritum og bæklingum, einstökuni setningum, likingum, smásögum, dæmisögum, Ijóðum og ljóðabrotum, sem snert gátu þann boðskap, sem hann vildi flytja söfnuðum sínum. Öllu var þessu raðað eftiv efni í stafrófsröð, svo að auðvelt var að finna á svip- stundu alt, sem snerti það efni, er um var fjallað í livei't sinn. Á aðalfundi „Hallgrímsdeildar“ í sumar sem leið, vakti ég máls á því, hvort ekki mundi æskilegt, að íslenzkir prestar gerðu með sér samtök um það að hagnýta þá reynslu, sem þeir hafa safnað sér, bæði með lestri og starfi, svo að hún liggi fyrir á aðgengilegan hátt í safnb þar sem hver geti fundið dæmi eða setningar til skýr- ingar því máli, er liann ræðir um í prédikun sinni. VorU þar samþykt tilmæli til stjórnar Prestafélags Islands um það, að hún léti safna í eina heild því, sem prestai' knnna að eiga í fórum sínum af slíkum hjálpargögn- um við ræðusamning, sem getur um liér að ofan, og yrði það síðan endurskoðað og samræmt og, ef ffert þætti, gefið út til afnota fyrir islenzka presta. Stjórn Prestafélags íslands hefir tekið þessari mála- leitun vel og mun þegar hafa gert noklcurar ráðstafanir til framkvæmda. En vitanlega veltur hér mest á þvi, að prestar alment bregðist vel við að leggja í þetta sarn- eiginlega forðabúr, sem á að geta orðið góð hjálp í harð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.