Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 3
Kirkjuritið. Fylgdin. (Lag: Eg heyrfi<i Jesú himneskt orð). Til Emmaus þeir lögðu leið með látna von í hug, en þeim í hjarta sorgin sveið og svifti ró og dug. Og slíka ferð vér förum enn með fullan barm af sorg, með dánar vonir, haust í hug og hrunda skýjaborg. Þá boðar hann sitt himneskt orð, er hug vorn allan sér, og þekkir öll hin þungu spor. og það, er sál vor ber. En yfir lífið útsjón ný og æðri birtist þá. Vér öðlumst nýja dirfð og dug, því drottinn er oss hjá. Er skyggir lífsins skeiði á, vér skynjum návist hans, er fyllir hjartað friði’ og ró hins fyrirheitna lands. Oss skilst, hann er vor líkn og ljós, og lífsins mikla hnoss, og finnum, hvílík farsæld er, að fylgd hann veitir oss. Einar M. Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.