Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 3

Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 3
Kirkjuritið. Fylgdin. (Lag: Eg heyrfi<i Jesú himneskt orð). Til Emmaus þeir lögðu leið með látna von í hug, en þeim í hjarta sorgin sveið og svifti ró og dug. Og slíka ferð vér förum enn með fullan barm af sorg, með dánar vonir, haust í hug og hrunda skýjaborg. Þá boðar hann sitt himneskt orð, er hug vorn allan sér, og þekkir öll hin þungu spor. og það, er sál vor ber. En yfir lífið útsjón ný og æðri birtist þá. Vér öðlumst nýja dirfð og dug, því drottinn er oss hjá. Er skyggir lífsins skeiði á, vér skynjum návist hans, er fyllir hjartað friði’ og ró hins fyrirheitna lands. Oss skilst, hann er vor líkn og ljós, og lífsins mikla hnoss, og finnum, hvílík farsæld er, að fylgd hann veitir oss. Einar M. Jónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.