Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 3

Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 3
Kirkjuritið. Þú gafst mér. (Lag eftir Sigvalda Kaldalóns). Þú gafst mér heyrn að skynja tungutak og túlka, lífsins margraddaða hljóm, svo hlýtt eg gæti’ á fagurt fuglakvak, á fossins hörpu, söngsins blíða óm, að heyrt eg gæti hafsins þunga gný og haustsins blaðahvísl og stormsins nið. Þú kemur sjálfur samklið tóna í, að sálir vorar öðlist helgan frið. Þú gafst mér sjón að sjá um næturstund hin silfurbúnu geimsins hnattafley, er stýrir þú með sterkri, duldri mund, svo stefnu þeirra’ að marki skeikar ei. Er yfir gjörvalt geimsins dimma haf oft gliti ofnum segulstraumum brá með hverfilita-log og geislastaf, eg Iíking þinnar helgu dýrðar sá. Og er á sumri sólin steig úr mar, og sveipast geislum land og haf eg sá, oft hljóðlát bæn í huga mínum var til hans, sem alt hið góða kemur frá. Og gleðihreim eg heyrði’ í fuglasöng. Þeir hófu lofgjörð föður dagsins til. Eg sá, hve blómin bljúg í klettaþröng þá breiddu faðm sinn móti ljósi’ og yl. Þú gafst mér, drottinn, vit, að vissi eg um veru þína, mátt og föðurnáð, og skilning á að velja réttan veg, þótt val mitt yrði löngum breyskleik háð. Og er eg villist vegi réttum frá, að velferð minni styður hönd þin bezt. Og þegar harma-húmið skellur á, í hjarta mínu finn eg þig sem gest.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.