Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 10

Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 10
128 Magnús Jónsson: April. Hann er hetjan ótrauða, sem vegur í hóp ósigrandi and- stæðinga. Karlmensku liugurinn harði hans sig aug'lýsti þar, segir Hallgrímur Pétursson með sinni venjulegu glögg'- skygni á dýpri rætur viðburðanna. Við skulum lieldur öfunda Pétur fyrir þetta en álasa honmn. Einu sinni komst það svo langt, að Jesús ávarpaði Pétur með orðinu Satan! „Vík frá mér, Satan“, alveg eins og hann sagði við freistarann i eyðimörkinni. En hverg'i eru andstæðurnar í fari Péturs stórkostlegri en þá. Rétl áður liefir hann gert þá játningu, sem Jesús launaði með orðinu mikla: „Þú ert Pétur, og á þessum kletti vil eg' reisa kirkju mína, og hlið heljar skulu ekki verða honum yfirsterkari“. Þetta eru orðin, sem greypt eru gullnu letri umhverfis hvolfþak Péturskirkjunnar í Róm. Það er eftirtektarvert, að þessi lofsamlegu um- mæli eru ekki tilgreind í þvi guðspjallinu, sem talið er geyma frásögn Péturs sjálfs. En það guðspjall greinir samvizkusamlega frásögnina, sem fer á ef.tir, þegar Pétur vill fá meistara sinn ofan af þeim ásetningi að hætta lifi sínu í Jerúsalem, og svo orðin, sem eg gat um: „Haf þig' á hrott frá mér, Satan!“ En það er bersýnilegt, að bæði játningin og hrösunin eiga liér alveg sömu rót: Kærleika Péturs til meistarans. Og eru ekki hin ofsalegu orð Jesú einmitt skýrasti vott- urinn um ægivald kærleikans i orðum Péturs? Jesús finnur mátt þessa kærleika samtímis því, að hann veit, að undan honum má ekki lála. Hér fann hann, að þurfti snögg og hörð átök og þau endurspeglast i þessum hörðu orðum. Pétur lirasar hér enn af kærleika. Og ef til vill sjáum við hvergi betur, hvílíkur máttur Péturs er en hér, og hvað það var, sem gerði hann, þrátt fvrir allar hras- anir, að foringja hinnar voldugu lireyfingar, sem barðist til sigurs með vopnum kærleikans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.