Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 11

Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 11
Kirkjuritið. Mennirnir við vöggu kristninnar. 129 Fleira mætti rekja í þessa átt af samskiptum Péturs við meistara sinn, þar sem Pétri skjátlast, en það ber ®finlega að sama brunni: Hrösunin stafar af kærleika i’ans, karlmensku, viðbragðsflýti. Ilann þurfti mikla tamningu, er einkunn lians þurfti ekki að breyta. En vitanlega er sagan ekki sögð öll með því að benda a hrasanir Péturs. Eftir er þá að skýra frá því, þar sem haerleikur hans til frelsarans, karlmenska og mannkostir visuðu honum rétta braut. Til þess að kynnast því er ðezt að lesa Guðspjöllin og Postulasöguna. Hann er þar æfinlega í fremstu röð og æfinlega sama birtan yfir hon- um. Það þarf ekki að greina einstakar sögur til þess að f*ra rök fyrir því, að Pétur verður fremstur í þeim hóp, Se|ii Jesús valdi sér að aðstoðarmönnum, og fremstur þeirra, er síðan báru kristnina út um löndin. Þar er reynslusönnunin öllum einstökum frásögnum ofar. Það er nóg að geta þess, að hvar sem Pétur kemur við sögu, þá er það með þeim hætti, að ást vor til hans hlýtur að yaxa. Hann er alltaf viðbúinn, alltaf leiftrandi af fjöri lífi, alltaf eins og barn að hugarhreinleik og falsleysi. Hugsum okkur t. d. söguna af því, þegar þeir sjá Jesúm, eftir upprisuna, norður i Galíleu. Þeir eru að koma að ettir fiskiróður og sjá Jesúm standa á bakkanum. Þeir þekkja hann ekki fyr en þeir eru alveg að koma að landi. Fn Pétur getur ekki beðið þess, að báturinn renni að 'midi. Hann stekkur út úr bátnum. „Það er hann“, segir einn, og Pétur varpar sér þegar í valnið. Hann svarar tyrstur við Sesareu Filippí, þegar Jesús spyr: „Hvern teljið þið mig vera?“ og segir: „Þú ert Kristur“. Eða þegar lærisveinar margir vfirgefa Jesúm vegna þess, að þeini þótti kenning lians hörð. Jesús spyr: „Ætlið þið ekki lika að fara?“ Pétur verður fvrstur til svars: „Til livers ættum við að fara? Þú hefir orð eilífs lífs, og við liöfum trúað og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs?“ Alltaf er það þetta sama, einlægnin, borin uppi af krafti og kærleika. Það var að visu annar, sem kallaður

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.