Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 12
130 Magnús Jónsson: Apríl. hefir verið lærisveinninn, sera Jesús elskaði. En oft liefi eg hugsað, að einmitt svona mann, eins og Pétur, hljóti Jesús að hafa elskað alveg óvenju lieitt. Jesús sagði, að barnshugarfarið væri það, sem veitti aðganginn að guðsríkinu, og að sá væri mestur, sem yrði eins og barn. Og sé til lýsing á mikilmenni, sem var eins og barn, þá er það lýsingin á Pétri postula. Manni gæti komið til hugar, að svona maður, eins og Pétur, væri ágætur, meðan liann má hlíta stöðugri forsjá Jesú, en yrði svo eins og munaðarlaust og ósjálfbjarga barn, þegar hann ætti að standa á eigin fótum. En saga Péturs eftir brottför frelsarans sýnir allt ann- að. Hann er þá tvímælalaust foringinn eins og áður. í erfiðleikunum, vandanum og' ofsóknunum, sem gengu yfir söfnuðinn i Jerúsalem á fyrstu árum lians, er það tvímælalanst Pétur, sem forustuna hefir. Eduard Meyer telur hann stofnanda og frumkvöðul fyrsta kristna safn- aðarins. Hann gengst fyrir vali postula í stað Júdasar. Hann kennir fram á hvítasnnnudaginn og flytur þar sína kraftmiklu ræðu, sinn ótrauða vitnisburð. Hann liefir orð fyrir þeim fyrir ráðinu. Hann fer um kring að vitja annara safnaða. Hann ræðst í að skíra fyrsta lieið- ingjann og ver það frammi fyrir söfnuðinum. Hann hefii’ orð fyrir þeim á postulafundinum, ásamt Jakobi, sem þá liefir verið forstöðumaður safnaðai'ins vegna þess, að Péturs var meiri þörf við trúboðið út um landið. Um þetta er samróma vitnisburður óskyldra lieimilda. Páli vitnar þetta líka, t. d. í Galatabréfinu, þar sem hann segir, að þeir Jakob, Kefas og Jóhannes séu máttarstólp- ar safnaðarins, og talar síðan um það, að þeir liafi skipt með sér trúboðssvæðinu þannig, að Pétnr skuli fara til Gyðinga, en hann til heiðingja. Svo gersamlega telur hann Pétur gnæfa yfir alla frumpostula og samstarfs- menn þeirra, að liann nefnir ekki aðra. Pétur er þar jafnótvíræður foringi eins og Páli er í sinn hóp.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.