Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 20
138
Jón Helgason:
Apríl.
því, sem meira þykir um vert. Hann var í því tilliti em-
bættismaður af „gamla skólanum“ og lét sér í léttu rúmi
liggja, þólt menn kendu vandlætingasemi hans í þeim
efnum við „skriffinsku“.
Og þó er enn ótalið það starfið, sem Hallgrími biskupi
hefir sennilega verið mest áhugamál í hiskupsdómi hans.
En það var endurskoðun eða endurþýðing Heilagrar ritn-
ingar, sem látlaust var unnið að í 10 ár, og biskup tók
sjálfur virkan þátt i lengst af, unz því verki mátti heita
lokið. Ég er öllu því starfi hýsna kunnugur, með því að
ég átti sjálfur sæti í annari þeirra nefnda, sem hann fékk
skipaðar til þess að vinna að endurþýðingunni, og ætti
því að geta borið um ])að öðrum fremur, live óþrotlegan
áhuga hann liafði á að fá það verk unnið, svo að til fram-
húðar yrði. Því að þótt biskup ynni ekki sjálfur að texta-
samanburðinum eða endurþýðingarverkinu, þá stjórnaði
hann því verki öllu frá fyrstu byrjun og sat tvisvar á
viku hverri fundi með nefndunum háðum, eftir að hafa
áður kynt sér það, er lieima hafði verið umiið að texta-
samanburði og endurþýðingu. Sem nærri má geta, varð
ekki hjá því komist, að einatt sýndist þar sitt hverjum,
og að til nokkurra þráttana gæti komið á hinum viku-
legu fundum, sem haldnir voru að mestu 8 vetur i röð,
að því er Nýja testamentið snerti, en 10, að því er snerti
Gamla testamentið. Alt að einu hefi ég' aðeins hinar
heztu endurminningar frá þátttöku minni í því starfi.
Og þótt það kæmi fyrir, að hiskup yrði þar stundum i
minni liluta, þá sýndi hann þann samvinnuþýðleik í
starfinu, að þess varð aldrei vart, að hann fyltist þykkju
þeirra liluta vegna. Ég get yfir höfuð ekki hugsað mér
samvinnuþýðari mann en Hallgrím biskup. Mér er því
ljúfara að minnast á þetta nú á aldarafmæli hiskups, sem
mér hefir fundist hans að alt of litlu getið í samhandi
við þetta afarþýðingarmikla starf, sem hann var sjálfur
aðalhvatamaður að, tók frá upphafi til enda svo lifandi
og virkan þátt í og offraði árum saman flestum stundun-