Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 23
KirkjuritiS.
Séra Pétur Helgi Hjálmarsson
frá Grenjaðarstað.
Við lát séra Helga Hjálm-
arssonar 17. marz átti
Prestafélag Islands á bak
að sjá dyggum starfs-
manni. Hafði liann þá i
rétt átta ár — eða frá þvi
í marz 1933 — gengt fyrir
það reikningshaldi og af-
greiðslu rita þess, og það
með miklum ágætum. Var
liann orðinn svo samgró-
inn félaginu og mynd
hans rist svo skýrum
dráttum í lífi þess og
starfi, að mjög mörgum
mun jafnan hafa komið
Séra Pétur Helgi Hjálmarsson. h£mn f hug> er þeir heyrðu
Prestafélagsins getið.Fyrir
íélagsmönnum lágu gagnvegir heim til hans, að Hring-
braut 144, og féhirðis-sessinn skipaði hann þannig á að-
alfundum, með glaðværð og græskulausri fyndni og ein-
lægri ástúð, að tregi mun vakna, er vér sjáum þar næst
sseti hans autt.
Nú eru liðin 13—14 ár frá því, er við kyntumst fyrst.
Við vorum háðir á leið vestur til Akureyrar landveg á
Prestafund. Mér þótti maðurinn allur hinn mikilúðleg-
asti, í hærra lagi á vöxt og herðibreiður — afrendur að
afli auðsjáanlega — og sat hest sinn svo, að unun var