Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 24

Kirkjuritið - 01.04.1941, Side 24
142 Ásmundur Guðmundsson: April. á að hoi’fa. Hann var aufúsugestur í samferðamanna- hópinn, hezli félagshróðir. Hann stóð þá á sextugu, fæddur 14. ágúsl 18(47 að Vog- um í Mývatnssveit. Foreldrar hans, Iljáhnar Helgason og Sigriður Vilhelmína Pétursdóttir, voru í fremstu röð bændafólks, af Skútustaða og Reykjahliðarættinni. Hann kom tvítugur i Latínuskólann, þótti þegar mikið að hon- uin kveða, og leituðu bekkjarbræður hans, sem yngri voru, til hans halds og trausts. Bera þeir honuin glæsi- lega söguna frá þeim árum. Hann var „fríður og knár sem Gunnar og Kári“ og' svo íþróttum búinn, að fæstir þurftu við hann að keppa, leikfimismaður ágætur, frárri á skautum en flestir aðrir, og þótti lítið koma til Tjarnar- innar i Reykjavík hjá Mývatni, syndur vel, mjúkur og snarpur í glímu. Iðkaði hann hana mikið og var einn af þeim, er stofnuðu glímufélagið Ármann. Á ferðalögum, í skóla og' úr, þótti hann jafnan sjálfkjörinn fararsljóri, fyrstur lagði hann út í beljandi árnar, og' var örugt taum- haldið, þegar straumurinn skall hestinum um hrjóst og bóga. Valdi hann svo hinurn vaðið, og vissu þeir, að óhætt var að treysta leiðsögu hans. Á sumrum var honum vinn- an iþrótt og leikur, þar sem hann skáraði á flæðiengi og sló dagsláttuna á fáum klukkustundum. Andlegu störfin stundaði hann einnig af stakri skyldurækt. Hann kaus sér prestsstarfið, og' átti það vel við hjartalag hans. Hann útskrifaðist úr Prestaskólanum 1894 og vígðist árið eftir til Helgastaða í Reykjadal. Þjónaði hann því brauði i 12 ár, unz hann gerðist aðstoðarprestur séra Benedikts Kristjánssonar á Grenjaðarstað. Árið 1911 voru hæði prestaköllin, Ilelgastaðir og Grenjaðarstaður, sameinuð í eitt prestakall, og fékk séra Helgi þá veitingu fyrir því. Séra Ilelgi kvæntist ári áður en hann lauk embættis- pi’ófi, 1893, konu sinni, sem lifir liann, Elísabetu Jóns- dóttui'. Bjug'gu þau miklu rausnarbúi á Gi-enjaðarstað og bættu jörðina stórum, og' héldu uppi þeirri risnu, er vel sómdi þessu fornfræga höfuðbóli. Mátti svo heita,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.