Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 25

Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 25
Séra Helgi Hjálmarsson. 143 að þau gerðu skála um þjóðbraut þvera, og sátu menn þar löngum í góðum fagnaði, en húsfreyja skemti oft gestum með söng og hljóðfæraslætti. Heimafólki sínu reyndist þau hið bezta og gengu í foreldrastað þremur fósturbörnum. Prestsembætti sitt rækti séra Helgi af alúð, og befir sóknarbarn hans nýlega lýst því fagurlega. Hann leit svo á, að presturinn myndi vinna það bezt með því að láta ekkert mannlegt vera sér óviðkomandi, heldur efla fram- farir á hverju sviði, sem hann mætti, í búnaði og barna- fræðslu, bindindi og félagsmálum. Voru honum að skapi °rð Lúters til vinar síns um járnsmiðinn forðum: „Hver veit, nema hann knýi eins fast að dyrum himnaríkis með hamrinum sínum og þú með bænum þínum“. Alt, sem yrði til góðs með einhverum hætti, taldi bann guðsríki til eflingar. Hann lét af prestsskap 1930, og fluttu þau bjón þá al- farið til Reykjavíkur. Eftir það var starf séra Helga fyrir Prestafélag'ið aðalstarf lians. Urðu þá náin kvnni okkar °g samvinna. Pað var átakanlegt að sjá iþróttamanninn, sem áður Va>', ganga við tvo stafi með miklum erfiðismunum og þrautum. Fátt hefir mint mig öllu meir á fallvelti lík- a>iians og jarðlífsins. Þannig getur Elli jafnvel komið happanum á kné. En hugur lians var heill og frjáls, og' það var trú hans að þakka, sem aldrei brást. Hjá honum mátti líka læra það, hversu andlega lífið er ófallvalt. Hann var flestum rnönnum viðkvæmari i lund þeirra, sem ég liefi þekt, harnslega viðkvæmur, og var einlægni, hreinleiki og astúð barnsins samfara. Augun urðu oft fljót að verða rök, en altaf var birta bak við, eins og sól, er dreifir skýjum. Mál Prestafélagsins voru honum ljúfast um- ræðuefni. Þau hugsaði hann um vakinn og sofinn. Eljan hans og umhyggja fyrir þeim var honum uppspretta yndis, og sýndi hann með því, hvílík laun trúmenskan

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.