Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 28
146
Björn Magnússon:
Apríl.
uppi. Og engu síður á þetta við um ill ráð: Þau geta hepn-
ast, en einnig brugðist, og það oft fyrir dásamleg og ófyrir-
sjáanleg atvik.
Þetta sýnir oss, að þótt oft hepnist ráðagerðir vorar, þá
er þó bak við alla rás lífs vors annar vilji miklu mátkari
til framkvæmda, sem getur ónýtt öll ráð vor. Drottinn er
sá, sem stýrir gangi vorum, hvert sem vér höfum hugsað
oss að stefna.
En mannsviljinn stefnir oft í aðra átt en guðsviljinn.
Hjarta mannsins hefir sinn eiginn vilja. Og' þegar hann
snýst gegn Guði, verður hann undirrót alls höls mann-
lifsins. Það er hin Guði fjandsamlega viljastefna, sem
veldur öllum árekstrum. Mannsviljinn girnist að vera sjálf-
ur hinn æðsti vilji, er engum þurfi að lúla. Grundvallar-
syndin er guðleysið: Að neyta að viðurkenna Guð sem hinn
æðsta, og óska þess, að enginn Guð væri til. Þannig er
syndin uppreisn liins sjálfráða mannsvilja gegn Guði, og
um leið sjálfselska ogsjálfsdýrkun. Maðurinn hefur sjálfan
sig upp yfir alt, dýrkar sína eigin persónu í Guðs stað.
Hvernig má slíkt gerast? Orðskviðurinn forni bendir á
svar: Samverkan guðlegrar stjórnar og mannlegs frjáls-
ræðis. Hversu sem mennirnir kunna að upphugsa veg sinn,
þá er það, þegar til kastanna kemur, hinn allsvaldandi
Guð, sem stýrir gangi Iians. Ekki þannig, að Guð ráði
hverri viljaframkvæmd mannsins. Vér erum virkilega
frjálsar verur, ábyrgar um vort eigið líf. En þó er það
Guð, sem stýrir gangi vorum. Þótt hann vilji eklci alt,
sem gerist, þá hefir hann samt höndina á stýrisvelinum,
og megnar að láta þær bárur andstreymis og eymdar,
sem vér köllum með syndum vorum yfir sjálf oss og
aðra, verða til að lyfta fleyi voru fram á við. Guð lætur
ekkert afskiftalaust, og því síður er hann vanmáttugur
að snúa sér að því illa, sem vér fremjum, og snúa því til
góðs. En Guðs vegir liggja oft miklu ofar vorum skiln-
ingi, og almætti hans og vizka megnar að láta það að