Kirkjuritið - 01.04.1942, Qupperneq 3

Kirkjuritið - 01.04.1942, Qupperneq 3
Kirk.juritiS. Fermingarsálmur. Breiddu nú, Jesú minn, blessandi faðminn þinn hlýja börnunum móti, sem helga þér vorblómann nýja. Lát þessa stund lífsins að síðasta blund öll þeirra ævispor vígja. Sannleikans konungur, sannleikans brautir þau leiddu. Sólkerfa snillingur, hervirki myrkranna eyddu. Sannleiki og trú sé þeim til himinsins brú. Hreinleikans götu þeim greiddu. Vorgjafi kærleikans, lát hjá þeim ljósþrána skarta. Leiti þau fagnandi í guðsríkis sumarið bjarta. Gerðu þau ljós. Ger þau sem ilmandi rós, engil hins harmþrungnn hjarta. Konungur lífsins, ó, gefðu þeim eld þinn í anda, eilífan kraft til að stækka í hættum og vanda. Vertu þeim hlíf. Veittu þeim unað og líf. Leið þau til himneskra ianda Árelíus Níelsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.