Kirkjuritið - 01.04.1942, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.04.1942, Qupperneq 10
112 Á. Þ.: Dauði Jesú Krists. April. að stuðla að komu þess. Það gjörist, þegar hugsjónir og trú Jesú Krists verða leiðarstjarna mannanna, og kærleiki hans sigrar harðúð og dramb vors eigin hjarta. Það gjörist, þegar kærleiki hans og trú, máttug og eilífsterk knýr oss sameiginlega til þess að snúa af rangri hraut og reisa nýja og bjartari framtíð á rústum þess fallna og hrunda. Það gjörist, þegar trúin á „Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálf- um þér“ vex og styrkist, trúin á það, að hið góða í mönn- unum sé ekki dáið í brjálæði blóðsúthellinganna, heldur sofi það um hríð, en verði máttugt og sterkt á ný, þegar hönd drottins snertir það. Og í því trausti viljum vér öll biðja: Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu, gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn. Amen. Dauði Jesú Krists. Úr myrku skýi höglin hrímköld hrökkva, og hristast geislar dauft, er húmið lýsa, úr djúpum gröfum dauðir menn unp rísa, og dynur foldin sveipuð þokumökkva. Við breiðar strendur bylgjum hafs er hrannað, þær brotna þungt við dimmar klettaslóðir, ei fljóta lækir, fuglar híma hljóðir, og fölri jörð er sólarljósið bannað. Á Golgata þ á gefur orð að skilja Guðmaðurinn, sem harmi þung svo hljóða: „f mér er, faðir, fullnægt þínum vilja.“ Af Talmuds lýð, er tryllir heiptin óða, og tapa ættarlandi verður þjáður, á krossinn negldur, kvalinn saklaus, hrjáður, er Kristur deyddur frelsarinn allra þjóða. Gabríel cle la C. Valdes (Placido). Þýðing Árna Þorvaldssonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.