Kirkjuritið - 01.04.1942, Síða 11

Kirkjuritið - 01.04.1942, Síða 11
KirkjuritiS. Ólafía Jóhannsdóttir. Ég sá Ólafíu Jóhannsdóttur í fyrsta sinn sumarið 1920 1 húsi Iv.F.U.M. hér í Reykjavík. Hún var þá nýkomin heim til sinnar seinustu dvalar hér á landi, frá 30. júlí 1920 til 22. jan. 1924. Ég hafði mikið hejrt um Ólafíu talað og hlakkaði til heyra liana og sjá. Hún talaði nokkurum sinnum á sainkomum í K.F.U.M. þetta sumar. Þetta tækifæri notaði e8 til þess að kynnast henni og bera henni kveðju frá 'nóður minni, sem þá var sjúk og gat þessvegna ekki kornið lil bæjarins. Höfðu þær Ólafía verið skólasystur 1 Kvennaskólanum, þegar báðar voru innan við tvitugt. Alt, sem ég hafði lieyrt um Ólafíu talað, gerði það að verkum, að mér var mikilmenni í hug, er ég kom í hús K.F.U.M. á fyrstu samkomu hennar. Ég kveið fvrir því, konia kveðjunni á framfæri, því að mér leizt svo á í hú daga, sem flestir þeir, er töldust til mikilmenna, væru mJög óaðgengilegir fvrir óþekta unglinga. En nú var röð- ln komin að Ólafíu að stíga í stólinn, og þegar hún bvrj- a®i að tala, hvarf kvíðinn hjá mér. Ég skildi þá þegar, 1 hverju mikilmenska Ólafíu Jóhannsdóttur var fólgin. Éún var fólgin í þvi að gleyma sínu eigin, til þess að verða verðugur boðberi fagnaðarerindis Jesú Krists, en láta um leið engan hæfileika og ekkert tækifæri ónotað i þarfir llessa stærsta hlutverks, sem mönnum er trúað fynr. Og þar sem hún var, gengu óvenjulegir hæfileikar og glæsi- Kgar gáfur til þjónustu við háleitt hlutverk. Ég heyrði hana aldrei tala svo, hvorki þá eða síðar, að ekki gripi mig hugsunin: „Sannarlega er drottinn á þessum stað“. Kð samkomunni lokinni gekk ég til Ölafíu og skilaði kveðjunni. Ég sá þá fyrir mér lágvaxna konu, en svo

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.