Kirkjuritið - 01.04.1942, Side 15

Kirkjuritið - 01.04.1942, Side 15
Kirkjuritið. Tillaga um nýtt Flateyjarprestakall. I frumvarpi þeirra Sigurgeirs Sigurðssonar biskups og Eriðriks Rafnars vígslubiskups til Alþingis veturinn 1941 var gert ráð fyrir nokkurum breytingum á sumum presta- köllum Suður-Þingeyjarprófastsdæmis. Þær breytingar, hvað snertir Flatey á Skjálfanda og Brettingsstaða- sókn í Flateyjardal, vildi ég ræða ofurlítið í sambandi Vlð þá hugmynd, sem ég fyrir mitt levti teldi heppileg- asta til lausnar á þessu máli. Ég vil taka það strax fram, hvað fy rir mér vakir málinu til lausnar, en það er þetta: ^g teldi heppilegast, að sameinaðir yrðu í eitt prestakall þ^ssir staðir: Grímsey, Þönglahakki í Fjörðum, Brettings- staðir í Flatevjardal og Flatey á Skjálfanda, en þar yrði P^estssetrið. Máli mínu til stuðnings vil ég rökstyðja hugmynd mína a þessa leið: Það fyrirkomulag, sem notast hefir verið við a Hndanförnuin árum til þjónustu á þessum stöðum, tel eg algerlega ófullnægjandi. Grimsey hefir um nokkurra ai’a skeið verið þjónað frá Ólafsfirði. Sem að líkum lætur, 11111 n presturinn í Ólafsfirði ekki geta þjónað svo rækilega Þessu afskekta prestakalli, sem hann vildi og þyrfti sakir þjarlægðar og erfiðra sjóferða. En sem kunnugt er, þá hefir leilgst af gengið illa að fá presta í þetta rýra brauð og í jarlEega frá öllum samgöngum, svo að sú aðferð mun hafa t'Ökast frá undanförnum öldum, að prestar hafa verið lokkaðir þangað út með loforði um betra brauð, er þeir V0eru búnir að þjóna þar einhvern vissan árafjölda, en S1ðan prestkosningalögin gengu í gildi, er þessari beitu klPt úr höndum veitingarvaldsins. t*ótt viðurkend séu góð skilyrði í Grímsey til þess að kfa frá náttúrunnar hendi, þá er eyjan svo fjarlæg öllum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.