Kirkjuritið - 01.04.1942, Síða 16
118
Sig. Kristjánsson:
April.
samgönguæðum landsins, að það fælir flesta eða alla presta
frá því að sækja þangað. Menn hræðast einangrunina og
liina örfáu möguleika til þess að vera virkur þáttur í þjóð-
lífinu utan takmarka eyjarinnar sjálfrar.
Þönglabakka er þjónað frá Laufási í Eyjafirði. En sakir
fjarlægðar og sakir þess, að um vegleysur þarf að sækja
til kirkjunnar fyrir prestinn, svo að jafnvel getur orðið
ófært að vetrarlagi að ferðast þangað, þá verður að telja
það mjög óheppilegt, að Þönglabakka sé þjónað frá Lauf-
ási.
Frá árinu 1908 hefir Brettingsstöðum ásamt með Flat-
ey verið þjónað frá Hálsi í Fnjóskadal. Þetta fyrirkomu-
lag er mjög óheppilegt, enda gert ráð fvrir hrevtingum
á því í áðurnefndu frumvarpi. Sú breyting er í því fólgin,
að Brettingsstaðir og Flatev verði lögð undir Húsavíkur-
prestakall, og er frumvarpið í samræmi við það, að á
undanförnum áratugum hefir reyndin orðið sú, að prest-
urinn á Húsavík hefir orðið að framkvæma flest aðkall-
andi prestsverk, sem til hafa fallið að vetrarlagi. Til þess
að þjóna þessum tveimur kirkjum, Þönglabakka og Brett-
ingstöðum, þarf afburða skíðamann, ef vel á að vera,
en sem að líkum lætur, þá hefir Guðfræðideild lláskóla
Islands ekki tekið upp það fvrirkomulag ennþá að út-
skrifa nemendur sína í þeirri grein, en það væri þó nauð-
synlegt, að íslenzkir prestar iðkuðu þá íþrótt vegna erf-
iðra ferðalaga að vetri til.
Ég fæ því ekki annað séð en að núverandi ástand sé
óþolandi fyrir þá, sem eiga við það að húa.
En nú mun auðvitað vakna sú spurning hjá lesandan-
um, hverir séu kostirnir við það að hafa einn prest þjón-
andi fyrir þessa fjóra áðurnefndu staði, og hvað sé unnið
við það að láta prestinn sitja í Flatey og brjóta með því
aldagamlar venjur á Grímseyingum.
Þegar ræða skal það, hverir séu kostir þess að láta
prest sitja í Flatey, kemur ýmislegt til greina. Flatey er
álitlegur staður með tilliti til framtíðarmöguleika, vegna