Kirkjuritið - 01.04.1942, Page 23

Kirkjuritið - 01.04.1942, Page 23
Kirkjuritið. Barnaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar. Á síðastliðnu ári voru 15 ár liðin frá því að Barnaheim- hisnefnd þjóðkirkjunnar tók til starfa. Þykir mér því hlýða nú, er nefndin enn einu sinni snýr sér til presta og safnaða landsins í fjáröflunarskyni, að gefa yfirlit yfir siarf liðinna ára og jafnframt skýra frá þeirri stefnu, sem nefndin hefir hugsað sér að fara eftir í framtíðinni. 1. Aðdragandi málsins og undirbúningur. Á prestastefn- bnni áriðl925 hóf séra Guðiiiundur Einarsson, þá sóknar- Pfestur á Þingvöllum, niáls á þvi, að nauðsynlegt væri að konia á fót heimili fyrir vangæf og vanrækt börn, og var honum falið að undirbúa málið fyrir næstu prestastefnu. Á prestastefnunni árið 1926 lagði séra Guðmundur svo fram tillögur í þessu máli, og voru þessar helztar: 1. Prestastefnan ákveður að reyna að koma á meira skipulagi um regluhundna líknarstarfsemi eftirleiðis en verið hefir, einkum að beita sér fyrir eftirliti með uppeldi barna og fá bætta löggjöf um það. 2. í þeim tilgangi kýs prestastefnan 5 manna nefnd í Reykjavík og grend, sem fyrir næstu prestastefnu leggi fram tillögur sínar um það, hvernig þessu máli verði hezt hrundið i framkvæmd. Tillögurnar voru samþyktar og þessir voru kosnir i nefndina: Séra Guðmundur Einarsson, Þingvöllum, séra ^jarni Jónsson dómkpr. í Revkjavík, séra Þorsteinn Briem, Ákranesi, séra Haraldur Níelsson prófessor, Reykjavik og séra Friðrik Friðriksson, Reykjavík. Á prestastefnunni 1927 var nefndin endurkosin og svo- hljóðandi tillögur samþyktar: !• Prestastefnan kýs sérstaka starfsnefnd, sem falin er umsjón þessa máls og starfar í nafni prestastéttar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.