Kirkjuritið - 01.04.1942, Side 24

Kirkjuritið - 01.04.1942, Side 24
12(5 Háldan Helgason: April. innar að því með aðstoð góðra manna að vekja á- liuga manna fyrir þessum málum út á við, afla fjár til starfsins og reyna að koma á föstu skipulagi um land all til hjálpar börnum og eftirliti með uppeldi þeirra. 2. Að fermingardagurinn í hverri sókn sé ákveðinn til þess að afla þessu máli fjár og fengið sé til þess leyfi ríkisstjórnarinnar í eitt skifti fvrir öll. Á prestastefnu, sem haldin var á Hólum í Iljaltadal árið 1928, skýrði séra Bjarni Jónsson málið fyrir norð- lenzkum prestum og var samþykt svohljóðandi tillaga í málinu: Prestastefnan vonar, að starf til hjálpar vanræktum börnlun fái aukið fylgi i landinu, og vill framvegis veita því stuðning sinn. I stað þeirra séra Haralds Níelssonar og séra Friðriks Friðrikssonar voru kosnir í nefndina: Séra Ólafur Magn- ússon, prófastur í Arnarbæli og séra Hálfdan Helgason, sóknarprestur á Mosfelli. 2. Starf liðinna ára. Þegar svo talið var, að málið væri nægilega undirbúið, var tekið til starfa. Það var árið 1929. Séra Guðmundur Einarsson var kosinn formaður nefnd- arinnar og hefir verið það síðan. Hinsvegar tók prófessor Ásmundur Guðmundsson að sér framkvæmdastjórn alla og gegndi því starfi til ársins 1940, er undirritaður tók við samkvæmt tilmælum hans og kosningu nefndarinnar. Fyrsta verkefni, sem fyrir nefndinni lá, var auðvitað að afla fjár til starfsins. Þá fjáröflun hefir hún svo liaft með höndum öll árin síðan og ávalt með sama hætti: Sölu á fermingarmerkjum og fermingarkortum. Hefir fé safn- ast með þessu móti á liðnum árum sem hér segir: 1929 ..............kr. 4.502.00 1930 ................— 4.238.00 1931 ............... — 2.147.00 1932 ............... — 1.463.00 1933 ............... — 1.921.00

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.