Kirkjuritið - 01.04.1942, Síða 27

Kirkjuritið - 01.04.1942, Síða 27
^'rkjuritið. Barnaheimilisnefd þjóðkirkjunnar. 129 l'itta fyrir sér hinn frjálslega og fjörmikla barnahóp, sem l'arna undi glaður í unaðsfögrum skógarlundi við ágætan aöbúnað og umhyggjusama sjórn hins háttprúða skóla- stjóra. d. Barnaheimili að Laufahlíð í Reykjahverfi. Einnig það heimili heimsótti undirritaður á síðastliðnu sumri, en barnaheimilisnefndin hefir nú tvívegis stvrkt það lítils- dáttar. Því hefir komið á stofn Þórður bóndi Jónsson, Sem er maður léttur í lund og hlýr í viðmóti, svo að börn haenast ósjálfrátt að honum. En umsjón alla með hörn- l'num og daglega stjórn á þeim annaðist ungfrú Sigríður ^kaftadóttir barnakennari frá Akureyri og virtist i alla staði prýðilega til sliks starfs fallin. Allur aðbúnaður í Laufahlíð er hinn ágætasti, þótt stofur séu ekki stórar. Lr húsið nýbygt steinhús og hið vandaðasta og upphitað 'Ueð hveravatni, en sundlaug er þar skamt frá. Átti undir- r'taður þar ánægjuríka stund með glaðlegum barnahóp, sem bar greinilegan vott um hollustu sumardvalarinnar i Laufahlíð. e- Vetrardagheimili í Reykjavík. Á árinu 1940 veitti nefndin lítilsháttar styrk til þess að koma upp vetrardag- heimili í Reykjavík og studdi að því á annan hátt eftir lnegni, að unt yrði að hefja slíkt starf. Nú starfar það heimili af fullum krafti við svo góða þátttöku, að það l'arfnast ekki frekari hjálpar úr Barnaheimilissjóði þjóð- kirkjunnar. Hefir vissulega góðu málefni verið borgið þar. L Ýms cnnur störf. Loks hefir nefndin haft ýms önnur störf með höndum, er snert hafa verksvið hennar, þótt ekki hafi þau liaft neinn kostnað í för með sér. Hún hefir kaft allmikil afskifti af ýmsum þeim málum, er hinn síð- usta áratug hafa verið á döfinni til bætts uppeldis barna °g eftirlits með þeim. Má þannig segja, að gildandi lög um 'arnavernd séu upphaflega undan hennar rifjum runnin. 3. Starfið í framtíðinni. Eins og framanrituð greinar- Serð um starf liðinna ára sýnir, hefir starfið til þessa lfest verið i því fólgið, að verða öðrum til aðstoðar og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.