Kirkjuritið - 01.04.1942, Page 28
130 H. H.: Barnaheimilisn. þjóðkirk. Apríl.
styrktar í því að koma npp heimilum fyrir börn og starf-
rækja þau. Um sjálfstætt starf í þessum efnum, sem
kirkjan eða nefndin fyrir hennar hönd sjálf ber ábvrgð
á, hefir enn ekki verið að ræða — til þess hefir hana með-
al annars skort fjármagn. Nefndin Iiefir til þessa starfað
á nokkuð breiðari grundvelli en henni var ætlaður í fyrstu,
en þess gerðist vissulega þörf, þar eð vér Islendingar vor-
um mjög stutt á veg komnir í þessum efnum þegar nefnd-
in hóf starfsemi sina. Taldi nefndin sér þvi skylt að koma,
eftir megni, hverjum þeim til hjálpar, sem hefja vildi
starf til hagsbóta og heilla fyrir börn alment. En nú er
svo komið, að því máli virðist vera borgið. Hafa bæði ein-
staklingar og félög víðsvegar um landið tekið höndum
saman til þess að leysa það mál, svo að mikils má vænta
af þeim samtökum í framtíðinni. Fyrir því telur Barna-
heimilisnefnd þjóðkirkjunnar, að sér sé nú óhætt að
þrengja verksvið sitt að mun og snúa sér nú að þeirri lilið
málsins, sem starfsemi hennar upphaflega átti að bein-
ast að: Starfinu fijrir vangæf og vanrækt börn. Að þessu
viðfangsefni mun starfinu beint eftirleiðis. Það er vissu-
lega vandasamt starf og ábvrgðarmikið, en jafnframt á-
kaflega þýðingarmikið. Um það skal vissulega engu spáð,
hversu nefndinni tekst að leysa hlutverk sitt af hendi. Það
er svo mjög undir því komið, livern stuðning hún hlýtur
hjá prestum og söfnuðum landsins. Áhugi manna fyrir
starfinu þarf að vaxa og fjáröflunin þarf að ganga betur.
Þetta hvorttveggja verðum vér að gera oss Ijóst, jafn-
framt þvi, er nýtt starfstímabil hefst, sem á að verða til
heilla fyrir bágstadda bræður og systur og til sóma fyrir
kirkju lands vors. Leggjum þá enn einu sinni hönd á plóg-
inn, minnug orða drottins: „Hver, sem tekur á móti einu
sliku barni i mínu nafni, hann tekur á móti mér.“
Hálfdan Helgoson.
Séra Marinó Kristinsson
á ísafirði hefir verið kosinn prestur i Valþjófsstaðarprestakalli.