Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 34
136 B. T.: Á vígsludegi Akureyrark, April. og fjárveitinganefnd Alþingis hefir sýnt glöggan skilning og velvild í vorn garð. Húsameistari ríkisins hefir tekið ástfóstri við málið og lagt sig fram um það, að kirkjan mætti verða ekki einungis stærsta, heldur og fegursta Guðs liús i lúterskum sið á Islandi. Þá hefir og hæjar- stjórn Akureyrar veitt málinu liðsinni sitt, og er það á- reiðanlega í samræmi við vilja safnaðarins. Söfnuðurinn liefir skilið, að þetta er hans kirkja, þeirra, er nú lifa, og óborinna kynslóða. Hann veit, að kirkjan lifir og starfar, að hún stendur, hið mikla hellubjarg ald- anna, þó að alt annað hreytist. Hann veit, að Guð er hinn sami í gær, í dag og á morgun. Vér deilum um eitt og annað og oft um keisarans skegg. Vér deilum um stjórn- málastefnur og stjórnarform, og þó vitum vér, að mönn- unum hefir enn ekki hugkvæmst neitt það stjórnarform, sem líkindi eru til að átt geti jafnt við alla tíma og allar þjóðir. Alt slíkt er miklum breytingum undirorpið. Hvert tímaskeið prjónar sér sinn sérstaka ham, einn í þessu landi og annan í hinu. En kirkjan er fulltrúi eilífðarinn- ar. Meginsannindi hennar standa stöðug. Öll sannindi eru tvennskonar, tímabundin og eilíf. Akureyrarsöfnuður hefii’ skilið þetta. Andstæðingar í stjórnmálum og öðrum jarð- neskum efnum hafa tengdum liöndum unnið að því að reisa musteri hinum eilífu sannindum, hinum lifanda Guði. Þeir voru og eru sammála um meginatriðið, og vér von- um, að það sé góðs viti. Þessi kirkja er vigð á 26. sunnudag eftir Trinitatis, 17. nóvembermánaðar 1940. Ég leit í almanakið um daginn til þess að athuga ræðutextann þennan sunnudag. Hann er tekinn úr Mattheusarguðspjalli og byrjar á orðunum: „Ég þakka þér, faðir“. Ég veit, að minningar og vonir þessa safnaðar í dag renna saman í þessari bæn. Og það er trú vor, að hver sá, er af heilum hug getur þakkað drotni allsherjar liandleiðslu hans á sér, á hverjum tíma, fái með fögnuði ausið vatni af lindum hjálpræðisins.“ Guð blessi Akureyrar söfnuð. Brynleifur Tobíasson■

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.