Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 10
88 A.J.: Séra Jóliann Þorkelsson. Marz. þess, að við vorum eitt sinn samferða á skipi til Dan- xnerkur og vorum í sama klefa. Á hverjum degi tók hann upp bók eina á dönslcu um mátt trúarinnar, og las úr henni upphátt fyrir sjálfan sig í klefanum, og hann var ætíð glaðari að þeim lestri loknum. IJjarta hans var auð- mjúkt, og hann hafði rika þörf að hugga þá, sem sjúkir voru og þjáðust. Hann heimsótti því sjúklinga daglega á Landakotsspítala og víðar löngu eftir að hann hælti prestsþjónustu. Svipur lians var hreinn og fastmótaður og minnti á kirkjuhöfðingja þá, er fórnað hafa lífi sínu i þágu kristilegra góðverka, Það var bjart í kringum liann, og menn skynjuðu hreinleikann i návist hans og fundu, að þar fór góður maður og göfugur. „Verið velkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkominn“, var leiðarljós hans í lífinu, og liann kappkostaði að lifa eftir þessu. Á hverjum afmælisdegi hans heimsóttu hann vinir og ættingjar. Mild ásjóna hans varð hjartari með hverju ári, og það var gaman að vera með í þessum vinahópi. Ég minnist síðasta afmælis hans, er kona ein í þessum vina- hópi strauk blíðlega vanga hans, eins og ungharn væri, og andlit hans Ijómaði af gleði. Hann átti því láni að fagna, að dóttir hans, er hjó með honum, sýndi honum óvenjulega alúð og umhyggju, og var sú sambúð með þeim ágætum, að varla er unnt að hugsa sér hana betri. Önnur dóttir lians í Kaupmannahöfn var hinni engu siðri, og var hún honum mjög kær. Dvald- ist hann á hverju sumri hjá henni á síðari árum, umvaf- inn kærleika hennar. Þannig liðu síðustu ár ævi hans i umhyggju ástvinanna og friði og bjargfastri trú, er styrkzt hafði með hverju ári á hinni löngu göngu lífsins. A. .1.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.