Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 14
Marz. Séra Jóhann Þorkelsson f. 28. apr. 1851 d. 15. febr. 1944. Ræða haldin í Dómkirkjunni 24. febr. 1944 af séra Bjarna Jónssyni. Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í liúsi Drottins bý ég langa æfi. Þannig endar 23. Sálmurinn, sá sálmurinn, sem sé.ra Jóhann Þorkelsson vitnaði svo oft í, af því að orðin voru honum hjartfólgin. Setningin byrjaði með orðinu já. Það er játning með áherzlu. Séra Jóhann lagði áherzlu á þessa játningu. Náð Guðs fylgdi honum alla æfdaga, og í húsi Drottins hjó hann ianga æfi. Langur æfidagur var að kveldi kominn. Þegar stúd- entar komu til skólauppsagnar í Menntaskólanum i fyrra vor, kom þangað elzti stúdent landsins, og álti hann þá 70 ára stúdentsafmæli. Stúdent þessi var séra Jóhann, og tók hann sér brosandi sæti hjá æskulýðnum. Arið 1873 varð séra Jóhann stúdent, og er einn bekkj- arbróðir bans (Guðm. læknir Guðmundsson) enn á lífi- Kandídat frá Prestaskólanum varð séra Jóhann 1875. Hér í dómkirkjunni var hann vigður til prests 9. sept. 1877, og var prestur að Mosfelli í Mosfellssveit 12—13 ár. En dómkirkjuprestur var hann frá 1890—1924, er hann fékk lausn frá embætti, en hefir nú verið kallað- ur heim á 93. aldursári. Eitt liið síðasta, sem ég heyrði séra Jóhann segja, var þetta ritningarorð: „Mig langar til að fara héðan og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.