Kirkjuritið - 01.03.1944, Síða 27

Kirkjuritið - 01.03.1944, Síða 27
Kirkjuritið. Lama sabaktaní. 105 ur í djúp saurugleikans og grimmdarinnar, sem hvar- vefna blasti við í lífi mannanna, þá var hann að vísu jafu-hreinn sjálfur, því að hið illa gat ekki samlagazt hinu hreiua eðli hans, en sál hans hlaut að finna sárt til vegna þeirra hræðra og systra, sem liann vissi, live liá- leitt hlutskipti var ætlað, elskaði og vildi leggja allt í sölurnar fvrir, og jafnvel lífið sjálft, til þess að færa þeim heim sanninn um sigurmátt kærleikans yfir hatrinu. Á þessari liörmungarstund hrópaði .Tesús: Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig! En þessi sára til- finning fjarlægðarinnar frá Guði, sem vakin var af til- finningu fyrir ofurvaldi mannlegrar syndar, leið aðeins eins og dimmur skuggi yfir sál hans. Áður en liann hneigði liöfuð sitt og tók síðustu andvörpin, hafði hann aftur fundið frið við brjóst föðurins, sem hann liafði lifað í sameiningu með alla æfi sína. „Faðir, i þínar hend- ur fel eg anda minn“, voru síðustu orð hans. Úr djúpi þjáningarinnar reis hann upp aftur, fylltur friði guðs- samfélagsins. Hann hafði drukkið bikar þjáninganna í hotn. Hann liafði sýnt hlýðni fram í dauðann, gerzt mönnum líkur og' gert eymd þeirra að sinni kvöl. Fyrir það veittisl honum friður. Með því að gefa sjálfan sig liafði liann fundið það æðsta: orðið sameðla sjálfum kærleikanum: Guði. Nú erum við stödd i svörtu myrkri — mitt á degi menningarinnar. Aftur og aftur hljótum við að spyrja sjálf okkur: Hvernig víkur því við, að önnur eins ó- sköp geta gerzt? Hví hefir þú yfirgefið mig? Friður, ör- yggi, róleg rás viðburðanna, áhyggjuleysi um afkomu þjóðar og atvinnuvega, festa í atvinnulífi, samlífi og sið- gæðisefnum — allt er þetla horfið. Hví hefir þú yfir- gefið okkur? Er það ekki þelta, sem við höfum mörg af okkur liaft fyrir okkar guð, eitt eða annað, eftir því sem við erum gerð og hverju oklcar hefir komið bezt? Við höfum flest af okkur metið þægindi og áhyggjulaust líf

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.