Kirkjuritið - 01.03.1944, Page 30

Kirkjuritið - 01.03.1944, Page 30
108 Björn Magnússon: Marz. Svo sannarlega sem liann þjáðist fyrir samkennd sína með mönnunum, svo sannarlega leið hann fyrir það, að hann elskaði mennina með guðlegum kærleika. Og svo fer, að maðurinn í spurn sinni eftir Guði og stjórn hans í öngþveiti mannlífsiiis skynjar raust Guðs, er spyr liann aftur: Hví hefir þú yfirgefið mig?, þá getur einnig farið svo, að maðurinn spyrji á ný, ekki mcð þótta og yfirlæti eins og áður, heldur í auðmýkt leitandi sálar, sem þráir að endurnýja rofið samband við uppsprettu veru sinnar: Guð minn, GtuÖ minn, hví hefir þú yfirgef- ið mig? Ef maðurinn er einlæg'ur i leit sinni að lausn á ráðgátum lífsins, og þráir ekkert annað en að finna sannleikann, þá kemst hann að raun um það, að liann sjálfur er óendanlega smár, að öll umbrot mannanna eru hégómi og eftirsókn eftir vindi, en veruleikinn, Guð sjálfur, er það eina, sem máli skiptir. Og þá er hann orð- inn þroskaður lil að leita Guðs í auðmýkt, og til að finna hann. Þá er hann fátækur í anda, eins og hörnin. En slíkra er himnaríki. Þannig getur hin myrka nótt sálarinnar, þegar maður- inn finnur sig yfirgefinn af Guði, gjörsamlega óverðugnn nálægðar lians, þegar hann stendur frammi fyrir þeirri há- tign, sem liann þorir ekki að nálgast og dirfist varla að ávarpa, orðið manninum undanfari þess morgunroða frið- ardagsins, sem boðar sátt og einingu mannssálarinnar við Guð sinn og föður. Fyrir Jesú var sú nótt stult á mælikvarða tímans, en þeim mun sárari og dýpri. Marg- ir af þeim, sem mesta mýstiska reynslu liafa öðlazt af lærisveinum lians, hafa orðið að ganga í gegnum þessa dimmu nótt inn til þeirrar einingar við hinn hæsta, sem var þeim uppfylling allra þeirra helgustu vona. Ekki cr ólíklegt, að mörg okkar eigi eftir að ganga í gegn um ein- liverja slíka dimma nótt. Fyrir sumum er hún ef til vill þegar komin yfir. Við skulum þá minnast þess, að ofmetn- ast ekki gegn Guði, heldur hrópa til hans sem auðmjúkt barn hans, svo að við fáum að ganga út úr myrkrinu inn i

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.