Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 35

Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 35
Kirkjuritið. Hvað á barnið að heita? 113 nafn, sé þegar leitað úrskurðar heimspekideildar Háskólans, því að henni er vafalaust betur treystandi til en einstökum prest- eða foreldrum að láta það rétta i þessu niáli halda velli. 1./4. 1943. P. H. Á. Borgarneskirkja Af tilviljun liitti ég í sumar prófessor Ásmund Guðmundsson, og bað hann mig um að láta Kirkjuritinu í té sögu kirkjubygg ingarmáls okkar Borgnesinga, og vil ég, með fáuin orðum, leit- ast við að verða við bón hans, ef ritstjórn Kirkjuritsins finnst það ómaksins vert að birta það, er nú skal greina. Það þykir víst liljóma undarlega í eyrum, þegar talað er um Borgarneskirkju, því að í rauninni er það nafn aðeins liugtak, enn sem komið er, því að engin er kirkjan sjáanleg í þorpinu, en væntanlega líða ekki mörg ár, þar til hafizt verður handa um byggingu kirkju liér. Saga kirkjubyggingarmálsins mun eiga upptök sín árið 1927, 10. marz, á fundi i Framfarafélagi Borgarness. Sá, sem fyrst impraði á að kirkju þyrfti að byggja hér, liét Þorbergur Þor- bergsson, gamatl maður, trúhneigður og kirkjurækinn, én kirkju- sókn átti þá Borgarnes að Borg á Mýrum. Á fundi þeim höfðu orðið talsverðar umræður og allmisjafnar skoðanir um málið, eftir því, sem kunnugur maður hefir sagt mér, en þó fór svo, að á þessum fundi söfnuðust kr. 22.00, og er það í raun og veru stofnfé kirkjusjóðsins. Með elju og atorku Þorbergs (sem nú er látinn fyrir allmörgum árum) var gengizt fyrir hlutaveltu síðasta sunnudag septembermánaðar ár hvert, og svo er enn, °g liefir safnazt á þann liátt allálitleg fjárhæð. Sömuleiðis hefir sjóðurinn gefið út minningarspjöld og með sölu þeirra aukið tekjur sínar, og síðast en ekki sízt sýndu Þorbergur sál. og kona hans hug sinn til málefnisins, þar sem þau arfleiddu sjóðinn að öllum eignum sínum eftir þeirra dag. Sóknarskipting fór fram um áraanótin 1939—’40, og þá fyrst kemst raunverulegur skriður á kirkjumálið hér. Þá er kosin kirkjubyggingarnefnd og á hún að hafa með höndum allar fram- kvaemdir málsins, Ýmsar aðrar nefndir hafa verið kosnar, svo

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.