Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 39

Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 39
KirkjuritiS. GuSféðgin og guðsifjar. 117 það, að skírnarathöfnin hefði farið fram, þvi að íil þeirrar vitnaleiðslu þarf sjaldan eða aldrei að talca, þar sem næg skrifleg skilríki eru að jafnaði til fyrir skírn barnsins. En kirkjan lítur öðruvísi á þetta mál. I hennar augum er uofía-starfið aukaalriði, en guðsifja-starfið aðalatriðið. Hér er engan veginn um réttarfarslega öryggisráðslölun að ræða fyrst og fremst. Starf guðfeðgina er „hcilagt hlutverkþeim ber að fela barnið, sem skírt er, í bæn- um sínum og annast um, að það, er það vex upp, lialdi sér við Krist, eins og stendur i eldri handbókinni, eðá að styðja það með kærleika og fyrirbænum til að lifa i samfélagi við Iírist, eins og tekið er til orða í nýju liand- bóldnni. Og kirkjan lítur jafnframt svo á, að þessi skylda hvíli engu síður á herðum guðfeðgina, þótt for- eldrar skírnþega séu báðir á lífi. Fyrir henni vakir það fyrst og fremst, að sérlivert barn eigi i guðfeðgin- um sínum þann trúnaðarvin, sem felur það í bænum sínum og lætur sér annt um gæfu þess og gengi, í orði og á borði, og það getur leitað til sem hollvinar, livenær sem er síðar á lífsleiðinni. Svo leit t. d. prófessor Haraldur heit. Níelsson á þetta xnál, og ég nefni það dæmi, sem mér er bæði skylt og kunnugt um. Ég minn- ist þess ávallt sem eins af miklum augnablikunx iífs míns, þegar ég hitti hann norður á Skútustöðum sumarið 1916 og hann mælti til mín þessum orðum: <,Blessaður vertu ekki að byrja á því að þéra mig, Hálf- dan minn, ég sem er guðfaðir þinn“. Og hins sama nxinntist hann einnig, þegar liann á fermingardegi mín- um sendi mér þá Biblíu, sem ég notaði öll námsár mín i Háskólanum og nota enn þann dag í dag. Ég vandist jafnframt þeirri bugsun í foreldrahúsum, að það ætti að bera merki virðingar og vináttu, er foreldri mæltist til þess, að karl eða kona veitti guðsifjar bai'ni sínu. Betta mun þá einnig hafa vakað fyrir foreldrum mín- urn. er þau báðu þá séra Sigurð P. Sívertsen, síðar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.