Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 7
í DÖGUN ÁRSINS.
Upphaf árs er sameiginlegur merkisteinn á leið mann-
kynsins alls. Nýr tími, nýr áfangi í röð tímanna — það er
það, sem áramótin boða. Það er hin mannlega hlið á lifi
mannanna, tilveru þeirra hér á jörð, viðhorfi þeirra til
lífsins og til endadægursins. Fáum er sama um líf sitt,
innihald þess og afdrif. Þess vegna er tjöldum slegið upp
á áfangastað gamlárskvölds með alveg sérstökum geð-
hrifum. Og á nýársmorgni blasir við nýtt svið, á sömu
jörð, undir sama himni, því að tilveran eins og skrýðist
skrúða hins nýja tíma. Getur oss þá jafnvel fundizt sen.
nýársmorgunn færi oss nýjan himin og nýja jörð.
Áramótin eru því ávallt sá áfangastaður, þar sem vér hort-
um jafnan vel, bæði aftur og fram, til hins liðna og hins
ókomna tíma. Það eru reikningsskapartímar vorir við lífið,
við sjálfa oss og aðra menn. Og það ættu að vera reikn-
ingsskapartímar vorir við Guð, og það þvi fremur, sem
allt er þegið hjá oss. Skuld vor er því orðin stór við
Guð, því að „af gnægð hans höfum vér allir fengið og það
náð á náð ofan.“ Og það eina, sem vér fáum goldið honum
með, er þakkir og hlýðni við heilög boð hans. — Það er
þessi afstaða hins þakkláta huga, sem í jólasálminum birtist
á fagran hátt í þessum orðum:
Allt mitt dagfar yfir lýsi,
að ég sé þeim hrærður af
undrun náðar, allt þá prísi
ást, er son þinn heimi gaf.